Kaffið mitt

2 Jún

Ég hef verið í tilraunastarfssemi að undanförnu. Ég er að leita að hinu fullkomna kaffi til að koma mér í stuð á morgnanna. Ég laga mér ilmandi blöndu í mokkakönnu á hellu, en þetta heitir víst ekki espresso-kanna, eins og sumir halda, eða það sagði mér allavega þrautþjálfaður kaffi-bartista á Kaffitári. Espresso verður ekki til úr svona könnu.

Áður en lengra er haldið skulum við hlusta á Gunnar Jökul, SEM VAR FRÁBÆR TROMMARI, flytja lagið Kaffið mitt af plötunni Hamfarir.

2015-04-20 14.11.41
Bassaleikari OMAM, Kristján Páll Kristjánsson, mælti með David Lynch kaffinu við mig, en það hafði hann drukkið í fermetravís í einhverju hljóðveri í LA. Ekkert stoppar mig í leit minni að hinu fullkomna kaffi svo ég pantaði poka frá London og borgaði sirka 7þ fyrir einn skitinn baunapoka (helvítis póstburðargjöld alltaf hreint). David Lynch er einn af mínum átrúnaðargoðum svo jæja. Hann fer þá kannaski að drullast til að gera eitthvað annað en falla í hugleiðslumók oft á dag. Nú jæja, kaffið var allt í lagi, en ég var alltaf að hugsa um sjöþúsundkallinn svo ég naut þess ekki í botn. Allt í allt var kaffið og lífsreynslan upp á 3/5.


2015-05-11 04.30.08
Cafe Bustelo fékk góð meðmæli á Facebook frá fólki sem býr í USA. Það fæst í Kosti og kostar ekki nema rúmlega 700 kall pokinn. Þetta er kikk-ass-kaffi og bísna gott upp á 4/5.

2015-04-30 07.33.49
Drakk Bob Marley mikið kaffi? Veit það ekki. Það er að minnsta kosti til 3 tegundir af Marley kaffi í Melabúðinni og ég keypti eina, Marley Coffee Lively Up! Kostar svona 1300 kall og er ágætt. Ekkert sem minnir á Bob Marley samt. Ætti ekki að vera hampur í slíku kaffi? 3/5.

2015-05-11 02.45.36
Botninn. Dunkin’ Donuts keðjur eiga víst að koma hingað með sitt drasl. Aldrei fer maður inn í þessar sjoppur í útlöndum, en ég gat samt ekki á mér setið og keypti Dunkin’ Donuts Hazelnut kaffi í Hagkaupum á rúmlega 1300 kall. Lytkin er rosa góð sniffi maður oní pokann en allt annað er viðbjóður, bæði bragð og eftirbragð. Það er svona eiturefna-slikja á þessu, maður finnur beinlínis fyrir aukaviðbjóðinum sem svona skítakeðjur blanda í kaffið, líklega til að heilaþvo mann til kapítalisma. En… lyktin lofar góðu svo ég sniffa bara pokann en drekk ekki kaffið – eða blanda einni skeið af þessu út í eitthvað annað. 1/5 (fyrir lyktina).

2015-05-18 06.05.30
Íslendingum finnst Starbucks eftirsóknarvert af því við getum ekki keypt það hér í Starbucks-búðum. Samt fæst kaffið sjálft í Kosti og víðar. House-kaffið á tæplega 1000 kall pokinn er nokkuð solidd upp á alveg 4/5.

2015-05-18 07.53.13
Reykjavík Roasters er kaffihús á móti sjoppunni Drekanum. Keypti þennan foxdýra poka (1800 kall?) af Jesús María eftir að hafa fengið fínan latté þarna inni. Jesús María er þó ekki neitt sérstakt, reyndar bara frekar bragðvont og kraftlaust. 2/5.

2015-05-18 06.05.41
Í Kosti kostar dós af svona Folgers alþýðukaffi um 1000 kall. Þetta er eflaust eitthvað eiturbras en alveg rúmlega la la upp á 3/5.

2015-06-01 08.01.53
Kaffitár er vandað merki með allskonar kaffi. Lufsan fékk þennan poka af Kenía Zahabu að gjöf (svo ég veit ekki hvað pokinn kostar) og er þetta solidd og fínt kaffi upp á 4/5.

2015-06-01 08.02.09
Lavazza Tierra! er kröftugt kaffi frá hinu ítalska stórveldi. Dósin á um 1000 kall. Hið fínasta kikk-ass-kaffi upp á 4/5.

2015-06-02 02.33.26
Rúsínan í kaffiendanum er svo líklega besta kaffi í heimi, Highlander Grogg frá Caffe Ibis. Vinur minn frá útlöndum sendir mér þetta stundum, en hann er frá Utah eins og kaffið. Það kemur frá Logan, Utah. Blandan er leyndó en lyktin er unaðsleg og bragðið eftir því. Kaffinu er lýst svona á heimasíðunni: „A sophisticated liquor flavored coffee, reminiscent of the Scottish Highlands, that does well all year long.“ Ummm, hvílíkur eðall. 5/5 að sjálfssögðu.

6 svör to “Kaffið mitt”

 1. bjarnveig júní 2, 2015 kl. 9:36 f.h. #

  Ég finnst svartur Rúbin alltaf bestur.

 2. Ragnar Ólafsson júní 4, 2015 kl. 5:30 e.h. #

  Sendir Caffe Ibis til Íslands?

  • drgunni júní 5, 2015 kl. 5:32 f.h. #

   Veit ekki – það má láta reyna á það eða nota Shop USa.

 3. Guðbrandur Gísli Brandsson júní 9, 2015 kl. 2:37 e.h. #

  Prófaðu þetta kaffi ef þú færð tækifæri.
  http://store.konacoffeeandtea.com/100-kona-coffee—peaberry-p5.aspx

 4. Stefán Sigfinnsson október 20, 2016 kl. 12:31 f.h. #

  Ég veit að þetta er meira en árs gömul færsla en sem sérlegur kaffiáhugamaður gat ég ekki setið á mér.

  Það skiptir miklu máli að velja kaffi sem hentar þeirri uppáhellingaraðferð sem nota á. Að mínu mati eru bæði Jesus Maria kaffið frá Reykjavík Roasters og Kenýakaffið frá Kaffitári ekkert sérstaklega hentugar tegundir í mokkakönnu. Jesus Maria kemur frá Níkaragúa og kaffið þaðan er ekki bragðmikið og að auki er þetta mjög ljóst ristað kaffi(eins og flest allt kaffið frá Reykjavík Roasters) sem hentar betur í uppáhellingu á gamla mátan. Kenýakaffi er með mikilli sýrni og yfirleitt lítilli fyllingu og mörgum finnst það súrt og það verður enn meira áberandi í mokkakönnu.

  Yfirleitt er betra að nota meðalbrennt eða dökkbrennt í mokkakönnu og velja frekar kaffi með meiri fyllingu. Fyrir mjög gott sælkerakffi mæli ég með að prófa Espresso 101 frá Te & Kaffi,Selebes Raja Toraja frá Kaffitár(lítil sýrni,þungt og með kryddtónum)i eða Daterra Sweet Collection frá Brasilíu(Lítil sýrni,mikil fylling,sætt og kryddtónar) einnig frá Kaffitári eða allar espressotegundirnar sem Kaffitár býður upp á.

  Ps. Mitt persónulega uppáhald í mokkakönnu er Selebes Raja Toraja frá Kaffitári.

  • drgunni október 20, 2016 kl. 4:24 f.h. #

   Takk fyrir þetta! Ég mun gera gæðaprufur eftir þínum uppástungum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: