Hvert var fyrsta íslenska popplagið?

13 Maí

Ég hef búið til nýjan hlaðvarpsþátt. Nú hef ég hafið samstarf við ALVARPIÐ á NÚTÍMANUM og verð með hlaðvörp þar framvegis, þegar ég nenni. Þátturinn heitir Í kasti með Dr. Gunna og að þessu sinni er ég í kasti með Ólafi Þór Þorsteinssyni, eða Ólafi 78 snúninga eins og ég kýs að kalla hann.

http://nutiminn.is/hvert-var-fyrsta-islenska-popplagid/

78snúninga plötur voru það format sem gekk hér á landi frá 1910 til 1958. Þá höfðu 45snúninga plötur og LP plötur tekið við. Ég hef að undanförnu fyllst áhuga fyrir 78snúninga plötum, bæði íslenskum og erlendum, enda er tónlistin forn og spennandi. Ólafur er mestur safnara á þessu sviði á Íslandi, hefur safnað í 28 ár og á nú 680 af þeim 740 78 snúningaplötum sem komu út á Íslandi.

Í viðtalinu, sem er kryddað með fornum og skemmtilegum lögum, ræðum við ýmislegt. Söfnunaráráttuna, hræðsluna við jarðskjálfta og síðast en síst ekki tónlistina og tónlistarfólkið.

EinarHjaltested
Spurningunni: Hvert var fyrsta íslenska popplagið sem kom út á plötu? er erfitt að svara því fyrst þurfum við að skilgreina hvað er popp og hvað er ekki popp. Við komumst þó niður á að ef till vill hafi Einar Hjaltested sungið fyrstu popplögin ásamt hljómsveit í New York árið 1917.

Atli Olafs
Ef Það var ekki Einar þá er það kannski Atli Ólafsson, sem söng 5 lög á plötur árið 1936 út í Kaupmannahöfn með tívolí hljómsveit Elo Magnússon. Mamma Atla, Frú Anna Friðriksson. rak Hljóðfærahúsið og sendi soninn úr landi til að taka upp popp. Eitthvað babb kom í þann bát því plöturnar komu út undir dulnefninu Guðmundur Þorsteinsson. Þetta var frekar illa sungið – semir vilja jafnvel meina að Atli hafi verið fyrsti „hamfarapopparinn“.

Íslensk poppútgáfa hófst svo ekki almennilega fyrr en 1953. Þessi saga er rakin í viðtalinu, en lögin sem leikin eru af brakandi góðum 78 snúninga plötum eru þessi:

Einar Hjaltested – Vorgyðjan (1917)
Atli Ólafsson (aka Guðmundur Þorsteinsson) – Top hat (1936)
Atli Ólafsson (aka Guðmundur Þorsteinsson) – Í Ríó Banba (1936)
Hallbjörg Bjarnadóttir – Jeg har elsket dig, så længe jeg kan mindes (1938)
Elsa Sigfúss – På en Bænk ved Bækken (1938)
Björn R Einarsson og hljómsveit – Christofer Columbus (1948)
Ragnar Bjarnason – Í faðmi dalsins (1954)
Ingibjörg Þorbergs – Nótt (1954)

Ólafur er með HEIMASÍÐU ÍSLENSKU 78 SNÚNINGA PLÖTUNNAR þar sem má t.d. sjá lista yfir allar útgefnar íslenskar 78 snúninga plötur. Ólafur skrifaði ritgerð til B.A.-prófs um þetta mál sem má hlaða niður hér í pdf formi: „Íslenzkar Gramóphón-plötur“ Upphaf hljóðritunar og saga 78 snúninga plötunnar á Íslandi 1910-1958.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: