Meira pönk í Rvk

9 Maí

Nú eru jafnaldrar manns að detta í fimmtugt. Fáránlegt alveg. Júlli Ólafs sem var í Silfurtónum ætlar að halda almennilega upp á sitt 50. afmæli og flytur inn gamlan pönkara að því tilefni.

Lesbian Lighthouse Promotions kynna með stolti
TV Smith til Íslands
Helgina 12.-13. júní mætir TV Smith til tónleikahalds í Reykjavík en hann telst í hópi þeirra sem voru hve mest áberandi í upphafi pönkbylgjunnar bresku seint á áttunda áratug síðustu aldar. Tim var einn af stofnendum pönksveitarinnar The Adverts en hún meðal þeirra sveita sem ruddu pönkbrautina í Roxy klúbbnum í London snemma árs 1977. Lagið One Chord Wonders vakti fyrst athygli á sveitinni.

En segja má að hún hafi slegið í gegn með næsta lagi sínu, Gary Gimore´s Eyes.

No Time To Be 21 komst einnig á vinsældalistana og hafði sveitin nóg að gera í spilamennsku, túraði meðal annars með The Damned og Iggy Pop. 1978 kom út stóra platan Crossing the Red Sea with The Adverts og er hún almennt talin til klassískra pönkplatna. Henry Rollins valdi hana til dæmis á sinn lista yfir 20 bestu pönkplötur allra tíma. The Adverts gáfu út aðra plötu, Cast Of Thousands, en hætti svo árið 1979. Gagnrýnendur fóru hörðum orðum um plötuna en þegar hún var endurútgefin löngu síðar urðu viðtökurnar allt aðrar og betri.

Eftir að Adverts hætti stofnaði Tim TV Smith‘s Explorers. Sú sveit náði töluverðri athygli árið 1980 með laginu Tomahawk Cruise.

Ári síðar kom svo út eina plata sveitarinnar, Last Words Of The Great Explorer, platan seldist illa og í kjölfarið hætti sveitin. TV tók sér hlé en 1986 birtist hann aftur með hljómsveitina Cheap.
Það var svo upp úr 1990 að TV Smith fór að spila einn síns liðs og fyrsta sólóplatan, The March Of The Giants, kom út 1992. Margar aðrar sólóplötur fylgdu í kjölfarið og hefur Tim verið mjög duglegur að spila opinberlega. Auk þess hefur hann átt í samstarfi við ýmsa tónlistarmenn, þeirra á meðal þýsku rokkarana í Die Toten Hosen. Síðla árs 2014 kom út sólóplatan I Delete og er það sextánda sólóplata kappans. Henni hefur verið vel tekið af gagnrýnendum og fjölmörgum aðdáendum.
TV Smith fer ávallt sínar eigin leiðir. Aðdáendum fer stöðugt fjölgandi enda þykja tónleikar hans einstök upplifun. TV er aldrei með lagalista til stuðnings á tónleikum heldur spilar eftir því sem vindar blása hverju sinni. Hann er yfirleitt með yfir 120 tónleika árlega og hefur spilað víðs vegar um Evrópu, Bandaríkin, Ástralíu og Suður Ameríku. Frá ferðalögum sínum og spilamennsku segir hann í stórskemmtilegum dagbókum sínum, Tour Diaries, en fimmta bókin í þeirri ritröð kom út á síðasta ári. Þar segir hann frá ferðum og uppákomum tengdum þeim 130 tónleikum sem hann hélt árið 2013.
Það er afar ánægjulegt að fá TV Smith til landsins. Hann kemur fram á Dillon föstudaginn 12. júní og á Gauknum laugardaginn 13. júní en þá munu Fræbbblarnir og Gímaldin einnig stíga á svið.Netsíðan ALBUMM birtir viðtal við Jónbjörn úr PINK STREET BOYS. Strákarnir þokkafullu halda útgáfutónleika þann 22. maí á Kaffistofunni, Hverfisgötu 42. Einnig koma fram Seint, Godchilla, Singapore Sling og Russian.Girls.

2 svör to “Meira pönk í Rvk”

  1. Scipio Africanus maí 9, 2015 kl. 7:58 f.h. #

    Já, alveg fáráránlegt, tell me about it, bíddu svo þar til þeir detta í sextugt, þetta sem átti einu sinni varla að geta komið fyrir mömmu þína, af því eilífðin var ekki nógu löng til þess.

  2. Haj maí 9, 2015 kl. 7:52 e.h. #

    Lorie Driver, trommuleikari Adverts, hefur verið búsettur í Reykjavík um árabil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: