Í útöndum í fyrsta skipti

7 Maí

Mér var hugsað til fyrstu utanlandsferðarinnar minnar þegar ég rakst á þennan lista yfir bestu goth plötur allra tíma. Við kölluðum þetta reyndar ekki goth á sínum tíma, heldur bara „nýbylgju“. Svona er þetta með hin ýmsu heiti á tónlist. Það er oftast eftir á sem dótið fær skilgreiningar og nöfn. Til dæmis heyrði maður aldrei bönd eins og Butthole Surfers og Big Black kölluð „Pigfuck“ eins og nú virðist vera gert.

Allavega, ég, Trausti og Sigvaldi lögðum af stað 3. ágúst 1983 og þá hafði ég aldrei komið til útlanda áður (var 17 ára). Mapa datt náttúrlega ekki í hug að taka mig með þegar þau fóru í sólarlandaferðir til Búlgaríu eða „Sjö landa sýn“ sem var skipulögð hópferð til sjö Evrópulanda. Í þeirri ferð var mamma næstum því búin að fá aðsvif yfir látunum í metróinu í París.

Það var auðvitað gríðarlegur spenningur í manni. Hafði púlað allt sumarið í hellusteypu sem stóð í miðri auðn fyrir neðan Kópavog. Nú er Smáralindin þar sirka. Vann með bjánum sem lögðu mig í einelti lite en maður lét sig hafaða enda vel borgað. Þetta var hörkupúl. Maður þurfti að rogast með 50 kg sementspoka og sturta í hrærivél og síðan að steypa blýþungar hellur og eitthvað helvítis kjaftæði. Ég var farinn að fara létt með sementspokana eftir nokkrar vikur svo maður hafði bara gott af þessu. Varð reyndar hellaður í bakinu í lok júlí en náði mér á sterkum verkjalyfjum í heita pottinum í Kópavogslauginni.

1983-1
Við sigldum með MS Eddu, sem var í gangi þetta sumar. Fjör og bjór og Blue Monday á fullu á diskótekinu. Ekki gott að vera þunnur á skipi, sérstaklega þegar maður er á ódýrasta farrými (í svefnpoka á ganginum). Þetta var interail ferð. Fórum í land í Newcastle og beint í plötubúðirnar í London. Það var ekkert Visa upp á að hlaupa, bara cash og ferðatékkar. Við ætluðum á goth-böndin Virgin Prunes og Alien Sex Fiend. Fyrir utan staðinn var löng röð af uppstríluðu gothliði og maður stakk í stúf í anorakknum. Það var uppselt svo við skelltum okkur á ástalska industrial bandið SPK og Howard Devoto úr Magazine, sem var með sóló. Á undan var eitthvað hallærisband að spila. Söngvarinn veifandi blómvendi og eitthvað kjaftæði. Áhorfendaskarinn var alveg að missa sig yfir þessu en við héngum á barnum og fannst lítið til koma. Þetta voru The Smiths í startholum meiksins og ég átti eiginlega aldrei eftir að fíla bandið.

1983-2
Ég lét sjá mig í þessari múnderingu á ströndinni í Brighton. Föt hafa aldrei verið stórt áhugamál hjá mér!

París, Zurich og endað í Amsterdam. Nú var allur peningurinn búinn en í staðinn komin nokkur kíló af brakandi nýbylgjuvinýl. Verst að við gistum á húsbáti og vorum neyddir til að yfirgefa pleisið á milli 9 og 17. Þá vafraði maður um Amsterdam í rigningu og hékk undir búðarmarkísum. Ég át fría morgunmatinn á skipinu og átti fyrir einni pulsu úr sjálfssala á dag. Held það hafi verið allt að því vika sem fór í þetta rugl. Svona var þetta bara, að kaupa plötur skipti meira máli en matur. Og ekkert Visa.

1983-3
Í lok ferðar var brotist inn í klefann okkar og vegabréfunum stolið. Héngum á löggustöð í heilan dag en fengum bráðabirgðarvegabréf og komumst heim. Seinna var ég boðaður á löggustöðina í Kópavogi og endurheimti vegabréfið. Stórfengleg ferð í alla staði!

(Þetta blogg var skrifað með Bauhaus og The Birthday Party á Spotify).

3 svör til “Í útöndum í fyrsta skipti”

  1. Bubbi maí 7, 2015 kl. 12:12 e.h. #

    að þú skulir ekki hafa verið mökkaður er í raun skandall

  2. drgunni maí 7, 2015 kl. 8:23 e.h. #

    Ég er svo mikið beibí Bubbi, sorrí!

  3. drgunni maí 8, 2015 kl. 4:42 f.h. #

    ps – Ef þú býður mér í hasspartí þá mæti ég 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: