Kraftur í Senu

6 Maí

Skúbb: Eins og allir vita er vinýllinn kominn sterkur inn aftur og er aðal miðill tónlistaráhugamanna í dag. Útgáfufyrirtækið SENA ætlar að bregðast við gríðarlegri eftirspurn og endurpress fimm íslenska titla sem kosta morðfjár í upphaflegri pressun. Það sem SENA ætlar að endurútgefa á Vinýl er á meðal helstu eðalsteina íslenskrar poppsögu. Þessar eru þegar komnir í vinnslu:

Trúbrot – Lifun (1971)
Megas – Megas (1972)
Stuðmenn – Sumar á Sýrlandi (1975)
Megas & Spilverk þjóðanna – Á bleikum náttkjólum (1977)

Plöturnar verða gefnar út í upphaflegum umslögum með upphaflegum textablöðum o.s.frv. Þetta glæsilega framtak er væntanlegt í búðir í vor/sumar!

Framundan eru svo líklega plöturnar Trúbrot – Trúbrot (1969), einhverjar af plötum Þursaflokksins og jólaplatan með Ellý og Vilhjálmi.

steinland
Einn af forfeðrum SENU, Hljómplötuútgáfan Steinar, hefði orðið 40 ára í ár og af því tilefni hefur SENA gefið út þrefalda safnplötu. Þetta er álíka pakki og SENA gaf út í fyrra um SG-hljómplötur.

Á þessari 18 ára útgáfusögu Steina gekk á ýmsu og þetta er stórmerkilegur kafli í íslenskri tónlistarsögu. Þarna eru 64 lög, bæði smellir Steina og jaðarefni. Stórgott liner-notes skrifar Dr. Jónatan Garðarsson.

Hér er dæmi um jaðarefni.

Shady Owens – Get Right Next To You (af 12″ frá 1984)

Eitt svar to “Kraftur í Senu”

  1. Þorbjörn maí 6, 2015 kl. 5:16 e.h. #

    Ég er að hlusta á playlistan frá Steinar vefsíðunni, þetta er algjör mega nostalgíu fílingur. ég bara man ekki hvenær ég heyrði í brimkló seinast. Minninga og nostalgíu kvöld í boði spotify er komið á dagskrá.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: