Breytingar gerast hægt

29 Apr

Ég er að gera svaka heimildarmyndarþætti um íslenska rokk og popptónlist og tók viðtal við Hörð Torfason í gær. Hans saga er mjög áhugaverð og það hefur þurft ótrúlega þrautsegju og þor að viðurkenna eðli sitt í því miðaldarmyrkri sem lá yfir Íslandi (og reyndar heiminum öllum), vel stutt af kirkju og stjórnmálamönnum. Enda fékk hann og kenna á því.

Ég spurði hann hvernig honum liði í Gay Pride þar sem þúsundir manna fagna fjölbeytileikanum versus þær hörmungur og fordóma sem ríktu 40 árum fyrr. Hann var eðlilega glaður með þessa þróun og benti á þá athyglisverðu staðreynd að það þarf tíma til að breyta hlutunum. Fjörutíu ára þróun í þessu tilfelli.

Á sama hátt þarf líklega nokkur ár/áratugi þangað til Ísland verður sú snilld sem Ísland getur orðið. Maður hélt að fólk myndi „læra eitthvað á hruninu“ en í staðinn hleypti það börnum ræningjanna inn á sig til að ræna aðeins meira úr húsinu. Fólk sér greinilega eftir því að hafa fallið fyrir loforðaruglinu í XB og XD, a.m.k. sé miðað við nýjustu könnun MMR þar sem ræningjabörnin fá falleinkun og Katrín Jakobsdóttir er talin eina vitið.

Þetta eru ágætis niðurstöður og sýna að við Íslendingar erum ekki algjörir hálfvitar.

Auðvitað er hægt að breyta þessu landi í besta land í heimi með jafnari skiptingu auðsins og gæðum náttúrunnar, og með því að útrýma því plebbræði vitlausra gróðrapunga sem hér hafa sogið spenana frá því að landið kom út úr moldarkofunum í seinna stríði.

Það þarf almennilegt lið til að breyta þessu. Ég mæli með því að almennilegt fólk sameinist í einn almennilegan flokk sem hefur ekki annað á stefnuskránni en að gera Ísland að besta land í heimi fyrir alla íbúa þess. Ekki bara fyrir freka gráðuga kallinn. Freki kallinn heldur alltaf haus í einum eða tveimur flokkum á meðan svokallað vinstra lið röflar sig í marga flokka út af einhverjum tittlingaskít. Í síðustu kosningum féllu 18% atkvæða dauð út af því að fólk gat ekki drullast til að vera saman í einum almennilegum flokki með skýr markmið.

Bjánagangurinn á Íslandi er endalaus. Hvað varð um Símapeningana sem átti að byggja nýjan Landspítala fyrir? Afhverju er stærsti spítali eins ríkasta lands í heimi eins og eitthvað úr 3ja heiminum? Afhverju nennir einhver að beita sér fyrir því að lágmarkslaun séu EKKI 300þúsund kall? Afhverju veður Kristján Loftsson uppi með endalausa vitleysu? Afhverju er Ísland ekki rafbílavætt? Afhverju sagðist Sigmundur Davíð ætla að gera eitthvað í rafbíladæminu en svo voru keyptir bensínhákar fyrir ríkisstjórnina nokkrum vikum síðar? Afhverju kýs venjulegt fólk flokka sem eru ekki að vinna fyrir það áratug eftir áratug – flokka sem eru beinlínis að vinna gegn því?

Afhverju er enn verið að röfla um flugvöllinn í Vatnsmýri, náttúrupassann, sandinn í Landeyjarhöfn… Æ æ og ó ó.

Æi sorrí með þetta rant. Ég skal bara fara í pottinn og röfla við einhvern þar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: