Sílemaður gerir allt vitlaust!

28 Apr

Marco Evaristti lét Strokk gjósa bleiku og allt varð vitlaust. Þótt matarliturinn væri með öllu horfinn úr náttúrunni eftir 4 tíma fékk sílemaðurinn á sig magnþrungið diss eins og „Þú ert ekki „listamaður“, þú ert bara heimskur glæpamaður!“ – og: „Fjögur orð: Drullaðu þér héðan strax! (sjá meira hér).“

Íslandsvinurinn góðkunni Ólafur Elíasson hefur gert álíka og sett matarlit í ár og læki en enginn bað hann um að hoppa upp í rassgatið á sér. Ef árangur er mældur í dissi er Marco mun meiri listamaður en Ólafur. Ef árangur er mældur í hatri er Marco frægasti listamaðurinn á Íslandi í dag. Sú athygli sem hann hefur fengið er eftirsóknarverð í heimi listarinnar, sem gengur ekki bara út á það að vera sniðugur heldur líka að hneyksla og vekja athygli.

art-goldfish
Ég man vel eftir öðru verki Marcos því það er alræmt. Hann setti gullfiska í blandara og bauð sýningargestum upp á þann möguleika að setja skrallið í gang.

Hann hefur sett matarlit í norskan foss í klakaböndum og steikt kjötbollur upp úr eigin fitu sem hann sýndi svo í niðursuðudósum. Hann hefur gert eftirlíkingu af hliðinu í Auschwitz/Birkenau úr gulli úr tönnum gyðinga. Og fleira skemmtilegt. Hann er gríðarlega ögrandi og eiginlega dálítið sniðugur líka. Það er mjög sjaldgæft að fólk hneykslist yfir list nú á dögum en Marco er alveg að mastera þetta form.

Ég skil annars ekki alveg þennan æsing yfir afturkræfu Strokk-verki Marcos. Er Strokkur snípur þjóðarinnar sem listamaðurinn misþyrmdi á hrottalegan hátt? Ef fólki er svona annt um náttúru landsins og útlendinga sem koma hingað til að „nauðga fjallkonunni“ mæli ég frekar með því að það skrái sig í Landvernd og hætti að kjósa flokka sem hafa stóriðjustefnu á stefnuskrá sinni með allskonar óafturkræfum afleiðingum. Mér fyndist það nærtækara.

En það er náttúrlega einfaldara að röfla bara eitthvað út um rassgatið á sér í gegnum lyklaborðið. Og kjósa svo peningalofandi spillingarbjána í næstu kosningum.

7 svör til “Sílemaður gerir allt vitlaust!”

 1. IceBlueBeard apríl 28, 2015 kl. 12:54 e.h. #

  Í fyrsta lagi vitum við ekki hvort þetta er óafturkræft. Það er engin leið að vita hvaða efni maðurinn setti þarna út í eða hvaða áhrif það á eftir að hafa á Strokk. Einnig er vandamálið hér fordæmið. Ef við leyfum þetta möglunarlaust þá erum við að segja að þetta sé bara allt í lagi að fólk geti komið hér og hent hinu og þessu drasli í Strokk. Svo er spurning hvort við leyfum þá ekki líka bara að gera það sama við hina ýmsu fossa og ár sem eru í landinu. Kannski væri bara hægt að fara að selja litapakkaferðir um landið þar sem túristar henda mismunandi litum í hinar ýmsu náttúruperlur alla daga ársins. Allt er það afturkræft svo hvers vegna ekki? Það sem þessi maður gerði er einfaldlega bara ósvífni og dónaskapur af hæstu sort. Hann er dæmi um mann sem er svo siðblindur að það snýst allt um hann og hans þarfir á kostnað allra annarra. Hvernig heldurðu að fólk myndi bregðast við ef ég færi og krítaði á pýramídana eða Colosseum? Viðbrögðin yrðu alveg eins. Mig grunar nú sterklega að fólkið sem er að mótmæla þessu sé einmitt fólkið sem kýs ekki stóriðjustefnuflokka. Það þarf að hafa í huga að helmingur landsmanna styður ekki núverandi ríkisstjórn.

 2. drgunni apríl 28, 2015 kl. 6:11 e.h. #

  Óafturkræfnin er stóra málið í þessu samhengi. Ég efast nú um að hvaða bjáni sem er fari að lita hitt og þetta hérna. Og ef svo er þá þarf að taka á því. Og nei ég efast um það að þeir sem láta hæst út af þessu máli séu mikið í náttúruvernd. Þá ályktun dreg ég af því að fólk sem tileinkar sér náttúruvernd er í flestum tilfellum ekki gargandi bullur.

 3. Sigrún Guðmundsdóttir apríl 28, 2015 kl. 9:22 e.h. #

  Landar þínir hafa örugglega gert ráð fyrir að Ólafur Elíasson hafi framið sína ávaxtalitagjörninga með einhvers konar leyfi. Ert þú viss um að svo hafi ekki verið?

  Get sem gömul húsmóðir nefnilega frætt þig um að ávaxtalitur er nefnilega eitt það erfiðasta að ná úr fatnaði, húsgögnum og gólfefnum og finnst ástæðulaust að taka svona sjensa með náttúruna okkar.

  Góðar stundir.

  • drgunni apríl 29, 2015 kl. 3:27 f.h. #

   Jamm. Og ekki fékk hann Hrafn Gunnlaugsson leyfi þegar hann riðlaðist á Geysi til að fá hann til að gjósa. Ummerki þess gjörnings sjást greinilega enn og það má eiginlega segja að Hrafn hafi eyðilagt Geysi.

   • Hans apríl 29, 2015 kl. 12:02 e.h. #

    Það var árið 1982 sem Hrafn Gunnlaugs gerði þessa rauf í Geysi. Það er nú ansi langt síðan og verður að segjast að á þeim tíma vorum við nú nánast enn í moldarkofanum með steynsteypu- og stóriðjudrauma og náttúruvernd ekki ofarlega á blaði hjá mörgum 😦
    Þá var ekkert um internet eða samfélagsmiðla þar sem menn gátu tjáð sig „skammlaust“ heldur var um að ræða ófrjálsa og háða miðla sem stjórnuðu allri umræðu 😦
    Það sem Hrafn gerði var nákvæmlega það sama og Dr. Trausti Einarsson gerði árið 1935 þegar hann gerði rauf í hverabarminn og lækkaði með því vatnsyfirborðið og Geysir fór aftur að gjósa.
    Reikna með því að þú munir eftir „túristagosunum“ sem við fengum að upplifa á yngri árum á sunnudögum kl. 14 eða 15 (man það nú ekki alveg enda ungur þá 😉 ).
    Ég var ekki sáttur við þessa aðgerð listamannsins. Ef hann hefði fengið leyfi þá hefði ég ekki gert athugasemd við það. Er ekki sérfræðingur í hveraörverum en það væri ágætt að heyra í einhverjum slíkum sem gæti sagt okkur eitthvað um hvort þessi litur gæti haft einhver áhrif á lífríkið þar, þó ekki væri nema tímabundið.
    Varðandi Ólaf Elíasson þá verð ég að viðurkenna að ég hafði ekki heyrt af þessu listaverki áður. Hafi hann fengið leyfi þá er lítið við því að gera en mér finnst það persónulega skrýtin list að gera þetta svona. Menn geta bara tekið ljósmynd af þessu og sett í Photoshop eða myndband og breytt í einhverju myndvinnsluforriti. Er það ekki nægjanleg list?

   • drgunni apríl 29, 2015 kl. 12:37 e.h. #

    Nei greinilega er það ekki nægjan leg list að photosjoppast eitthvað. Ólafur fékk ekki leyfi heldur…

 4. Gísli apríl 28, 2015 kl. 9:25 e.h. #

  Hafðu þökk fyrir þessa færsla dr Gunni. Þessi listgjörningur er hið besta mál og kom á hárréttum tíma. Einsog pantað að handan.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: