Fólk sem kann ekki íslensku

26 Apr

Í heiminum eru nú um það bil 6.913.748.299 manns sem kunna ekki íslensku. Það hefur þó ekki stoppað sumt af því í að syngja á íslensku inn á plötur. Allir kannast við bakraddasöngkonurnar sem gefa Horfðu til himins með Nýdönsk alveg sérstakan sjarma, enda er það flott og sjarmerandi þegar fólk sem kann ekki íslensku syngur samt á íslensku. Heyrum þetta góða lag:

Þetta voru nú bara einhverjar stelpur sem Nýdanskir fundu í Englandi þar sem þeir tóku plötuna upp.

Tæplega 40 árum fyrr, 1955, var Haukur Morthens út í Danmörku að taka upp með hljómsveit Jørn Grauengårds. Á b-hliðinni á „Hæ mambó“ er „Hið undursamlega æfintýri“ þar sem danskur „kór“ dúar og syngur annað slagið „á morgun“ með gríðarlegum hreim. Alveg frábært lag!


Haukur Morthens með undirleik Jørn Grauengårds kvintet og kór – Hið undursamlega æfintýri

Haukur vann mikið með Jörn og hér er grein í Tímanum frá 1959 þar sem segir frá upptökum þá.

Svo er það hin norska Nora Brocksted sem kom hingað ásamt sönghópnum Monn Keys og hélt tónleika. Hún tók upp 4 lög á íslensku fyrir hljómplötumerki Tage Ammendrup, Íslenzkir tónar. Þar af er Svo ung og blíð langfrægast. Það kom út 1955.

Á b-hliðinni er þetta lag með íslenskum texta eftir Þorstein Sveinsson:


Nora Brocksted með Monn keys og hljómsveit Egil Monn-Iversens – Æskunnar ómar

Lengstum var talið að til að sigra heiminn þyrfti að henda íslenskunni og taka upp enskuna, „tungumál rokksins“ eins og klisjan hljómaði. Þetta afsannaði Sigur Rós og því hafa þeir þurft að syngja á íslensku sem vilja kóvera Sigur Rós almennilega. Ýmsar áheyrilegar útgáfur eru til með aðdáendum Sigur Rósar að reyna sig við íslenskuna og hér er einn gríðarlega metnaðarfullur náungi, Nick Johns, að taka Svefn-g-englar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: