Nýtt og brakandi

25 Apr

Íslenska senan heldur áfram að ólmast í drullugóðu stuði. Hér er gott stöff:
a0153048691_10
Goðadauðapönkbandið BÖRN er nú á túr í Bandaríkjunum (og er í viðtali hér). Hljómsveitin hefur gefið út glænýja 4-laga plötu sem hægt er að hlusta á hér. Helvíti gott efni.


Nýtt lag kom með gömlu góðu Q4U á dögunum. Þau hafa engu gleymt, eins og þar stendur.

Nýjasta lagið með gleðipönkurunum í MORÐINGJUNUM heitir Nagli og er fjórða nýja lagið sem heyrist með bandinu. Þetta hlýtur að enda með því að það komi plata.


Þá hafa hjartagosarnir Emmsjé Gauti og Friðrik Dór blastað nýju görli á Youtube. Íslenskir rapparar nútímans finna sér helst yrkisefni í fylliríi, þynnku og drykkjubömmer þessa dagana, sem er kannski ekkert nýtt, ég veit það ekki. Lagið er allavega fínt!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: