Grænland rokkar

25 Apr

Fáránlega lítill samgangur er á milli okkar og Grænlendinga, þótt þeir séu næsta byggða ból við okkur. Við erum líka oft rasistar þegar við tölum um „fulla Grænlendinga“ og eitthvað kjaftæði sem við vitum ekkert um. Mér finnst kominn tími til að breyta þessu og sé fram á tíma þegar Grænland verður hipp og kúl og jafn auðvelt að fara þangað eins og til Ísafjarðar. Sjálfur hef ég aldrei komið til Grænlands en er ævinlega á leiðinni.

Þjóðin er að slefa í 56 þúsund manns og býr um víðan völl í þessu risavaxna landi. Flestir búa í Nuuk, 17þúsund manns, svona aðeins minna en Akureyri. Ég hef að undanförnu kynnt mér aðeins tónlistarlíf Grænlands. Ég fór á frábæra mynd um hljómsveitina Sumé á dögunum. Þetta var ágætis hipparokk með miklum pólitískum boðskap um aðskilnað og frjálst Grænland. Myndin fjallar meira um pólitíkina en músíkina en er fín. Sumé var gríðarlega vinsælt band í Grænlandi og það fyrsta til að syngja á grænlensku.

311745_10150282030140974_509164550_n
Með því að skrifa fólki sem kom að þessari mynd hef ég komist að fleiru um músíklífið. Hávaðasamasta og pönkaðasta bandið heitir Uané og er með söngkonuna Maaliaaraq Engell í fararbroddi. Bandið hefur verið í pásu því söngkonan var að eignast sitt annað barn, en ætlar að fara að telja í. Stórfyrirtækið Erðanúmúsík hefur sýnt áhuga á að gefa út litla plötu með hljómsveitinni.

Rafsólóbandið Uyarakq er að gera góða hluti. Á MixtapeQ er unnið með eldra popp Grænlands.


Angu Motzfeldt er mikill hæfileikamaður, þótt tónlistin hans sé kannski dáldið meinstrím og ekki mjög „grænlensk“. Hann syngur vel og gerir gott popp og hefur gert eina plötu. Hér að ofan syngur hann Bowie-slagarann góðkunna. Angu er líka fantagóður ljósmyndari og er með þessa Tumblr-síðu: http://motzfeldt.tumblr.com/


Nanook er líklega vinsælasta grænlenska bandið í dag. Full meinstrím fyrir minn smekk en greinilega klárir gaurar. Bandið hefur spilað á Airwaves.


Nive Nielsen er líka þekkt stærð og hefur spilað á Airwaves. Hún er nú að fara að koma með sína aðra plötu og sá nýlega um að velja lög á Nordic Playlist dæmið.

Grænland er málið krakkar!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: