Söngvari DRON fallinn frá

21 Apr

0512-Dron. Bragi Ragnarsson þenur raddböndin
Jafnaldri minn Bragi Ragnarsson er fallinn frá. Hann bjó á Álfhólsveginum nálægt mér en samt töluðust við aldrei við og vorum í sitthvorum vinahópnum. Bragi var söngvari í hljómsveitinni DRON (Danshljómsveit Reykjavíkur Og Nágrennis), en sú hljómsveit sigraði fyrstu Músíktilraunir Tónabæjar árið 1982.

Ég hafði ástæðu til að vera fúll yfir þessu. Ekki bara var bassaleikarinn Björn Gunnarsson sem ég hafði spilað með í hljómsveitunum F/8 og Geðfró meðlimur í DRON heldur hafði S/H Draumur keppt á fyrsta undanúrslitakvöldi sögunnar og ekki komist áfram heldur dottið út eins og Vébandið á meðan Reflex og Sokkabandið komust áfram. Ég var lengi grútfúll yfir þessu öllu saman.

Ekki varð mikið úr DRON, eins og stundum gerist með Músíktilraunasigurvegara. Auk Braga og Bjössa voru Einar Þorvaldsson, Óskar Þorvaldsson og Máni Svavarsson í bandinu. Eiginlega var það bara Máni einn sem gerði eitthvað meira í músík. DRON kom þó tveimur lögum á safnplötuna SATT 2 árið 1984 og þau koma hér að neðan.

Þrátt fyrir ótvíræða hæfileika Braga sem söngvara gerði hann eiginlega ekkert meira eftir þetta á söngsviðinu, a.m.k. ekki það sem maður veit af, en hann var reyndar lengi búsettur í Danmörku svo maður getur hafa misst af einhverju þar. Hann var vel liðinn og talinn ákaflega góður drengur.

Hvíl í friði.

DRON – ALLRIGHT (Lag: Máni Svavarsson / Texti: Bragi Ragnarsson)

DRON – PRIESTS (Lag og texti – Einar Þorvaldsson)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: