Downtown Beirut 1989

19 Apr

heimsyfirráð
Slagorð Sykurmolanna og Smekkleysu Heimsyfirráð eða dauði var ekkert djók á sínum tíma, eða allavega ekkert svo mikið djók. Um sumarið 1989 var meðlimum Bless, Risaeðlunar og Ham flogið til New York City ásamt ljóðskáldinu Jóni Gnarr. Hann er fjarverandi á þessari mynd hér að ofan og var meira og minni fjarverandi alla ferðina. Boðið var upp á þessa fínu dagskrá í fjögur skipti. Aðalgiggið var í Pyramid, eitt var á klúbbi í borginni Albany og tvo voru í smábúllunni Downtown Beirut II. Árni Matt var með í för og skrifaði fína grein um ferðina þegar heim var komið. Trausti Júlíusson var líka með í för og tók fyrsta giggið á Downtown Beirut II upp á kassettu. Dýrðin er hér að neðan.

Ég man að maður var frekar svekktur því New York hlaut að vera skárra en Duus hús, ég meina allavega hlytu fleiri að mæta! Svo var nú ekki, allavega ekki á Downtown Beirut II. Ég man eftir Hallgrími Thorsteinssyni á þessum tónleikum, Árna Matt, hinum hljómsveitunum og svo einhverjum innfæddum sem voru aðallega fúlir yfir því að þær gætu ekki spilað pool því poolborðið var fært til að koma hljómsveitunum fyrir. Þós ver ðe deis mæ frjend.

Bless – Downtown Beirut II, NYC
1. Hei
2. Nothing Ever Happens In My Head
3. Mourn For Me
4. Teppi (Strákur hittir stelpu)
5. Buski
6. Akkerið mitt
7. Ástfangi
8. Algjör þögn
9. Nenn’ekki
10. Köngulóguð

Jón Gnarr les úr Miðnætursólborginni
Jón Gnarr les úr enskri þýðingu á Miðnætursólborginni. Hann var alvarlegt skáld á þessum tíma. Því miður byrjar upptakan í miðjum klíðum.

HAM – Downtown Beirut II, NYC
1. Animalia
2. Whole lotta Love
3. Slave
4. Gefðu mér ást
5. Linda Blair / Auður Sif
6. Voulez-vous

Risaeðlan – Downtown Beirut II, NYC
1. Gun Fun
2. Ó
3. S&M
4. Allah
5. Stríðið er byrjað og búið
(Kassettan klárast)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: