Fúsi er ekki Losti

15 Apr

fusi
Fór á Fúsa í bíó. Manni ber hreinlega skylda til þess. Dagur Kári hefur gert fjórar myndir þar af tvær sem gerast á Íslandi. Hann er bestur þar því Fúsi og Nói Albínói eru langbestu myndirnar hans. Gunnar „Gussi“ Jónsson er Fúsi og virðist nokkurn veginn vera að leika sjálfan sig. Hann kemur út úr „skelinni“ og kynnist Ilmi Kristjáns, sem er undarleg í fyrstu en svo skiljanleg. Bæði leika rosa vel sem og aðrir. Þetta er allt tipp topp, vel gert og flott. Það hnussast svona í manni léttur hlátur alla myndina, yfir einhverju sem maður þekkir og skilur. Til dæmis gaman að sjá alla vera alltaf að setja G-mjólk í kaffið sitt. Ég mæli heilshugar með þessari mynd! Nú hef ég lofað sjálfum mér að styrkja íslenska kvikmyndagerð og því er næst á dagskrá að sjá Blóðberg og svo Austur. Koma svo!

a1600251957_2
Synthadelía útgáfan heldur áfram að gefa út pönk og nýbylgju frá „gömlu góðu dögunum“. Nú er Akureyrar-bandið LOST komið út hjá fyrirtækinu (stafrænt og streymi hér). Kristján Pétur, Rögnvaldur gáfaði og fleiri snillingar voru alltaf að pönka og rokka þarna fyrir norðan og LOST var eitt þessara banda. Seinna kom HÚN ANDAR og fleira. Þetta LOST efni kom út á kassettu 1989 svo það er snilld hjá Synthadelía að koma þessu á netið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: