Rúnar Júl @70

13 Apr

rjul70
Rúnni Júl ætti 70 ára afmæli í dag ef lífið væri ekki svona hallærislega ósanngjarnt. Við í unun byrjuðum að taka upp 1. apríl 1994 í Stúdíó Gný. Þetta vorum við Þór Eldon og fyrsta söngkonan, Kristín Jónsdóttir. Skemmtilegt að segja frá því að Kristín hefur slegið í gegn að undanförnu sem „Fagstjóri jarðskjálftavár“.
jardedlisfraedingur_2
Lagið Hann mun aldrei gleym’enni hafði ég samið 1991 þegar ég var í Bless. Bless tók það nokkrum sinnum, en þá var það miklu styttra. Ég hnoðaði saman þessum texta þegar við Þór byrjuðum að djamma saman 1993. Fyrst var ég með þá hugmynd að láta Hallbjörn Hjartarson syngja lagið. Ég fór meira að segja í Kántrýbæ, hitti Hallbjörn í útvarpsstöðinni og leyfði honum að heyra mig syngja lagið í demói af kassettu. Hann hlustaði og sagði svo: „Veistu, ég hef það fyrir reglu að syngja bara þau lög sem mér finnst skemmtileg. Og mér finnst þetta ekki skemmtilegt.“

Eins gott! En hann var kannski búinn að fatta að það væri ég sem var alltaf að gera símaat í honum á fylliriíum. Panta hann á einhver böll og eitthvað rugl.

Rúnar tók hins vegar vel í þetta enda hafði ég aldrei hringt í hann á fylliríi. (Einu sinni hafði ég líka hringt í Ladda en ekki til að gera símaat heldur til að spyrja hvað þetta „kveiktan brúsa“ væri í laginu Sandalar. Hann fræddi mig um það).

Ég man að þegar Rúnar mætti töffaralegur í hljóðverið og byrjaði að syngja runnu ekki á mig tvær grímur heldur alls engar grímur því ég heyrði strax hvað þetta var æðislegt.


Við tókum þetta alvarlega, ég og Þór. Fórum sér ferð um Suðurland til að leita að tökustað fyrir videóið. Okkur leist best á svæði fyrir ofan Hveragerði. Þorgeir Toggi Guðmundsson leikstýrði og það fór dagur í þetta. Rúnni alltaf til í allt og algjör meistari. Svo kom lagið út á safnplötunni Smekkleysa í hálfa öld og varð bara nokkuð vinsælt. Áfram hélt Rúnni að vera til í tuskið og tók lagið með okkur í útgáfuteiti í Þjóðleikhúskjallaranum og eitthvað Hljómalag líka. Hvílíkur snillingur!

Hann átti eftir að syngja Hr. Rokk og Fýlustrákinn með mér 3 árum síðar. Aftur var hann vara-maður því upprunalega hugmyndin var að fá Jakob Frímann til að syngja lagið með „Út á stoppustöð“-röddinni. Jakobi leist ekkert á þetta en Rúnni var til í tuskið. Aftur hugsaði ég það sama þegar Rúnni byrjaði að syngja: Hvað var ég að spá að fá einhvern annan en Rúnar til að syngja þetta?

Byrjað var að kalla Rúnar Hr. Rokk eftir að lagið kom út. Að ég hafi fundið þetta réttnefni á meistarann er eitt af því sem ég er stoltastur af.

4 svör to “Rúnar Júl @70”

 1. Scipio Africanus apríl 15, 2015 kl. 8:06 f.h. #

  Ferlega myndi ég vilja vera fræddur um þennan kveikta brúsa. Aldrei skilið þetta.

  • Kristján Gaukur Kristjánsson apríl 15, 2015 kl. 9:31 f.h. #

   „Quick-Tan brúsi“ er það ekki?

   • drgunni apríl 15, 2015 kl. 9:57 f.h. #

    Ha ha jú. Quick Tan brúsi.

 2. Scipio Africanus apríl 15, 2015 kl. 7:50 e.h. #

  Loksins, loksins. Takk fyrir. Í fjörutíu ár hef ég ekki fattað þennan brúsa. Finally getur maður sungið fullum hálsi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: