Þegar Elvis sá Stalin

29 Mar

6405438267_32f44ebf57_b
Nokkuð tryllingslega mikið af bókum hafa verið skrifaðar um Elvis Presley. Eftir að hafa skoðað hvaða bækur þættu bestar tók ég að lesa tvær bækur Peters Guralnicks, Last Train To Memphis, um Elvis fram að hernum, og svo Careless Love, um hin mis-dapurlegu síðustu átján ár Elvisar. Þetta er gott stöff. Manni finnst Elvis nokkuð ljóslifandi. Þetta var hálfgert grey sem tók það rosalega nærri sér þegar mamma hans dó og var hálfgert deig í höndunum á Colonel Parker, umboðsmanni, sem er líka ljóslifandi í þessum bókum og allt öðruvísi gaur en maður hélt. Elvis var með fullt af gaurum í kringum sig sem félagsskap og partíljón og hjálparhellur og þetta gengi fékk viðurnefnið Memphis mafia.

Það varð snemma innantómt að vera á spítti, svefnpillum, sofa hjá hvaða gellu sem er, og fá allt sem maður vildi svo Elvis lagðist í mikla andlega leit. Hann kynntist allskonar andlegu rugli í gegnum hárskerann sinn Larry og þeir lásu saman andlegar bækur við litlar vinsældir mafíunnar sem saknaði gamla góða Elvisar sem hafði verið hrókur alls fagnaðar. Í einni ferðinni í gegnum eyðimörk til Las Vegas (þar sem þeir héldu til á meðan Elvis var ekki að leika í einhverri rusl-mynd) var Elvis á andlegri útopnu. Hann var orðinn leiður á að fá ekki nógu sterkt andlegt kikk þrátt fyrir allan lesturinn. Hann var alltaf að bíða eftir andlegri fullnægju, einhverskonar sönnun á „æðri mætti“ því honum var mjög hugleikin sú spurning af hverju HANN væri Elvis, þessi ofurvinsæli og frægi maður. Elvis var orðinn frústraður að fá ekki andlega kikkið af því hingað til hafði hann fengið allt sem hann vildi.

Það var farið að kvölda í eyðimörkinni og all mörg ský á himni. Elvis keyrði húsbílinn, Larry hinn andlegi var við hliðina á honum og mafían aftur í frekar fúl yfir því að helvítis hárskerinn væri með. Allt í einu rak Elvis upp gól og hnippti í hárskerann. Sjáðu skýjið þarna, Larry, það er alveg eins og Stalín! Já það var ekki um að villast, eitt skýjið var alveg eins og Stalín. Svo breyttist skýjið og líktist nú meira Jesúsi en Stalín. Þetta var þá loksins hið andlega kikk sem Elvis sagðist hafa verið að leita að.

Ekki vissi ég áður að Elvis hefði fundið Stalín í eyðimörkinni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: