65 ára gamalt snapchat

18 Mar

Erum við að drukkna í kjaftæði? Gufar líf okkar upp í að fylgjast með tilgangslausu röfli á Facebook og Twitter. Fer allur okkar tími í að snapchatta á okkur rassgatinu til hvors annars?

Ég veit það ekki. En er ekki maður manns gaman? Nema náttúrlega þetta sé einhver vonlaus fábjáni og maður sé lokaður inn í lyftu með honum. Þá er það nú lítið gaman.

Þótt við lifum á tölvuöld hefur alltaf verið þörf fyrir allskonar leiðum til að skrásetja líf sitt. Stálþráður, slædsmyndir, 8mm, vhs. Fólk hefur alltaf verið að staðfesta tilveru sína með nýjustu græjum. Árið 1947 byrjaði Tage Ammendrup með þá þjónustu að fólk gæti tekið sig upp og fengið síðan 78 snúninga plötu með útkomunni. Hann auglýsti þjónustuna:

einkauppt

Þetta virðist hafa verið tekið eiginlega beint upp á plötuna, sem síðan var afhent kúnnanum og bara til í einu eintaki. Ég komst yfir eina svona plötu á dögunum – þ.e.a.s. eftir því sem ég kemst næst er þetta frá Tage og upptakan hefur því verið gerð í kringum 1950. Yfirborðið er cellulose nitrate lacquer (sellulósi nítrat lakk) sem er víst annað efni en er í venjulegum 78 snúninga plötum.

2015-03-18 17.25.07
Það eru þeir Hjörtur Eiríks og Þórður Valdimars sem eru með Stjórnmálarabb. Þetta er einskonar facebook-röfl eða snapchat frá því um 1950. Þeir eru að syngja einhver lög sem þeir kunna ekki og röfla um dagblöðin í bænum. Nokkuð skemmtileg bara!

Eitt svar to “65 ára gamalt snapchat”

  1. Frambyggður mars 19, 2015 kl. 4:47 f.h. #

    Alveg ómetanleg heimild. Dr. Gunni, hafðu þökk fyrir að varðveita raddir þessara heiðursmanna!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: