Þau ráða tískunni

12 Mar

Ravage-TrendBeacons#3
Nú er Hönnunarmars að fara af stað. Í Bíó paradís er sýnd frábær heimildarmynd, TREND BEACONS eftir þá Markel-bræður, sem greinir frá störfum nokkurra „tískuvita“. Tískan veltur sem sé ekki stjórnlaust áfram heldur er þetta fólk í vinnu við að rýna fram á við og beina hönnuðum og fatamerkjum inn á vænlegar brautir. Þessir „vitar“ hugsa 2-3 ár fram í tímann og eru þegar farnir að spá í sumartískuna 2017. Vitarnir selja síðan hönnuðum og merkjum niðurstöður sínar og framtíðarspár.

Þetta er fólkið sem hefur hönd í bagga með því að eitt árið fást ekkert nema hnepptar gallabuxur (hvað er að rennilásum?), eitt árið eru ekkert nema köflóttar skyrtur í boði og eitt árið er hægt að fá Hawaii-legar skyrtur í flestum búðum, en svo það næsta er þetta allt gufað upp og eitthvað annað komið í staðinn. Það hlaut að vera að það væri eitthvað samræmi á bakvið tískuna.

Myndin er hröð og skemmtileg (sex stjörnur af fimm) og fylgist með 4 „vitum“ fabúlera og röfla um „vísindin“ sín. Allt í umhverfinu og tækniþróun hefur víst áhrif á tísku framtíðarinnar. Vitarnir virðast samstíga í framtíðarsýninni, eru með svipaða frasa „eco not ego“ og allskonar svona. Það eru ekki bara fataframleiðendur sem eru kúnnar vitanna, bílaframleiðendur, arkitektar o.s.frv eru það líka og þannig skapast einhver heildarsvipur á tísku og útliti, þótt þetta sé kannski alltaf að renna meira og meira út í eitthvað kaos.

Við kynnumst vitunum persónulega. Skemmtilegastir eru hollenskir hommar sem búa í svaka höll og eru með geithafur sem gæludýr. Þeir vinna saman undir merkinu Ravage. Aðeins er komið inn á fataframleiðsluna sjálfa (hörmungar í Bangladesh o.s.frv.) en aðallega reynir myndin að svara áleitnum spurningum um tískuþróunina. Þetta er mynd sem smellpassar við Hönnunarmarsinn og vekur einnig áhuga alstískulausra einstaklinga.

Sýnd í Bíóparadís svona:

Fimmtudagur 12. mars kl 20
Föstudagur 13. mars kl 18
Laugardagur 14. mars kl 16
Sunnudagur 15 mars kl 20

Eitt svar to “Þau ráða tískunni”

Trackbacks/Pingbacks

  1. Dr. Gunni um “Trend Beacons”: Hröð og skemmtileg | Klapptré - mars 12, 2015

    […] Sjá umsögnina alla hér: Þau ráða tískunni | DR. GUNNI. […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: