Fréttir úr tónlistarlífinu

5 Mar

10440281_885695521476438_6869007492349424607_n
GÓÐUR SÖNGUR og vel framborinn er söngur RAKELAR MJALLAR sem syngur í HALLELUWAH dúettnum. Hljómsveitarstjórinn er SÖLVI BLÖNDAL, áður aðalsprauta Quarashi kómbósins. HALLELUWAH heitir glænýr diskur dúettsins og eru þar 9 dægurlög á ensku. Að minnsta kosti 2 laganna hafa heyst opinberlega en restin er í sama stíl, snyrtilegt tölvupopp. Hér er opnunarlagið:

HALLELUWAH – MOVE ME

*

Hljómsveitin ELDBERG hefur hinn hársíða EYÞÓR INGA innanborðs og spilar ómengað hipparokk sem SG eða Fálkinn hefði getað gefið út 1971. Fyrsta platan kom út fyrir nokkrum árum en nú hyllir undir næstu plötu því fyrsta lagið er komið fyrir almenningshlustir. Hér kemur það:

ELDBERG – NÆTURLJÓÐ

*

Tónlistakonan SASHA SIEM hefur dvalið á Íslandi að undanförnu og tekið upp fyrstu plötuna sína MOST OF THE BOYS í Gróðurhúsinu með aðal grasafræðingnum sjálfum, Valgeiri Sigurðssyni. Sasha á ættir til Noregs og Englands en nefnir Andrew Bird og PJ Harvey til áhrifavalda. Nýjasta lag „í spilun“ á plötunni heitir SO POLITE:

SASHA SIEM – SO POLITE

*

Hellvar
Hljómsveitin HELLVAR með Heiðu og Elvar innanborðs er komin heim úr Englandstúr þar sem sveitin lék á tíu tónleikum og fékk góðar undantektir. Til að slá botnin úr þessu skeiði í lífi sveitarinnar heldur hún tónleika á Dillon annað kvöld (föstudagskvöld). Þeir byrja stundvíslega kl. 23. Svo fer bandið að taka upp næstu plötu.

*

Hér er gott lag frá 1967 með bresku bíthljómsveitinni THE EXCEPTATION. Er að hlusta á safndisk frá þessu bandi sem er gefinn út af RPM international, sama leibeli og gaf út PELICAN komplett á dögunum. Gott lag…
https://www.youtube.com/watch?v=eVkRGZ1NOsc

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: