Við erum öll klikkuð hérna

4 Mar

Auðunn Níelsson Ljósmyndari // www.audunn.com
Ég fór norður á föstudaginn og var við frumsýningu Leikfélags Akureyrar á Lísu í Undralandi (leikgerð: Margrét Örnólfsdóttir / Tónlist: Ég). Skemmst er frá því að segja að þetta er æðisleg sýning, hröð, fyndin, spennandi og skemmtileg. Alveg til fyrirmyndar hvað hægt er að gera með fjórum leikurum, sex aukaleikurum, hring-leikmynd og allskonar trixum. Eiginlega miklu betri sýning en ég hafði þorað að ímynda mér. Mæli heilshugar með henni!

Auðunn Níelsson Ljósmyndari // www.audunn.com
„Þessi sýning hefur upp á að bjóða allt það sem skemmtileg fjölskyldu-ævintýraleiksýning þarf að hafa; hetju, sem í þessu tilfelli er tíu ára kvenhetja, fullt af skrítnum og spaugilegum persónum sem koma og fara með miklu hraði, litskrúðuga og kúnstuga búninga, fjöruga og grípandi tónlist, vel útfærðar sviðshreyfingar og dans, listileg farartæki sem stundum eru vélknúin tryllitæki og oftar þó drifin með handaflinu einu saman“
– segir í 4 stjörnu dómi Kristjáns E. Hjartarsonar í FBL í dag.

Verkið verður ekki sýnt (í bili) nema til 11. apríl (panta hér). Nú, og svo er tónlistin ókeypis hér. Já og líka á Spotify.
Auðunn Níelsson Ljósmyndari // www.audunn.com

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: