Guð og fleira smotterí

19 Feb

Ég man hvað Jón Gnarr var leiðinlegur þegar hann var kaþólskur og var alltaf með einhverja helgislepju og „það-er-svo-erfitt-að-vera-manneskja“-væl aftan á Fréttablaðinu. Jú jú, það er ægilega erfitt að komast í gegnum þetta líf án þess að missa tökin á leiðinni og stundum er ágætt að velta sér upp úr því hvað þetta sé nú erfitt (sérstaklega í janúar og febrúar), en líkt eins og Jón Gnarr nú þá hef ég aldrei getað trúað á guði og útskýringar trúarbragða. Ég veit bara ekkert um þetta og hallast helst að því að rétt eins og silfurskottan skilur ekkert í nanótækni, þá hafi ég bara ekki andlega burði til að skilja alheiminn.

Fátt er eins leiðinlegt (og hættulegt) og lið sem heldur sig hafa fundið sannleikann og vill troða honum upp á aðra í tíma og ótíma. Þegar svona kemur saman við testósterónvellandi og dýrslega karlmennsku er fjandinn laus. Við heyrum um það daglega í fréttunum.

Á meðan trúaðar górillur riðlast á lífi annarra með ofbeldi eru stórfenglegar fréttir um afrek vísindanna ekki nema sjöunda frétt eða svo. Svo verður aðalmálið einhver skyrta með léttklæddum konum, sem var nú alveg frábært innlegg í vitleysuna. .

Mér þykir þægilegt að máta mig saman við óravíddir alheimsins. Nasa hefur sent frá sér stærstu mynd sem um getur:

Og hér er annað um stærðir stjarna (mætti nú vera skemmtilegri tónlist með þessu…)

Ég verð að „trúa“ því að þetta séu réttar upplýsingar, en sorrí, ég get bara engan veginn trúað því að þúsund ára gömul trúarrit geti á einhvern hátt útskýrt orsök og tilgang þessa alls.

Silfurskottan kveður að sinni.

5 svör til “Guð og fleira smotterí”

 1. Yngvi Högnason febrúar 19, 2015 kl. 12:19 e.h. #

  Hefur Jón Gnarr einhvern tíma verið skemmtilegur?

  • drgunni febrúar 19, 2015 kl. 3:01 e.h. #

   Fáránleg spurning!

  • Eygló febrúar 19, 2015 kl. 5:17 e.h. #

   Já, alltaf!

 2. Hannes Þórisson febrúar 19, 2015 kl. 2:41 e.h. #

  Guð er leiðilegur

  • drgunni febrúar 19, 2015 kl. 6:00 e.h. #

   Nei nei hann er ágætur greyið, nema náttúrlega þegar hann er að dæla yfir okkur svarta dauða og ebólu og svoleiðis.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: