Nico á Íslandi í bíó

14 Feb

Þýska söngkonan Nico er frægust fyrir eintóna drungasöng sinn á banana-plötu Velvet Underground („The Velvet Underground & Nico“). Hún gerði nokkrar þyngslalegar sólóplötur, fór illa með sig og lést 1988, 49 ára. Nico lifði auðvitað bóhemalífi og brasaði í ýmsu, m.a. að leika í alvarlegum listamyndum, sem voru gerðar í kringum 1970 þar sem fólk vafraði um og leit út fyrir að vera að segja eitthvað með táknum. Ein þeirra er Sárið inní okkur (La cicatrice intérieure) sem var tekin upp í eyðimörkum hér og þar um heiminn fyrir rúmum 40 árum síðan – þar á meðal á Íslandi.

Myndin verður sýnd á Stockfish, líklega í fyrsta skipti á Íslandi. Stockfish – evrópsk kvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í Bíó Paradís dagana 19. febrúar til 1. mars 2015. Á hátíðinni verða sýndar 30 kvikmyndir sem hlotið hafa mikla athygli á hátíðum víða um heim. Von er á þekktum verðlaunaleikstjórum og öðru alþjóðlegu kvikmyndagerðarfólki hingað til lands, auk þess sem boðið verður upp á ýmsa viðburði, fyrirlestra og vinnustofur fagfólks í tengslum við hátíðina.

Á Youtube er brot úr myndinni. Ég sé ekki betur en að þetta sé tekið á Íslandi:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: