Íslenskt í Groningen

20 Jan

Ég var sem sé á panel um útrás íslenskra hljómsveita á hinni miklu Eurosonic ráðstefnu í Groningen. Fékk sérmerktan sixpakk af Heineken að launum.
2015-01-16 17.56.27
Við bjuggum mörg á stórum síkjabáti. Mér og Agli Tómassyni var troðið saman í káetu. Svo rölti maður um bæinn, sem er alls ekki stór, allavega ekki miðbærinn. Þarna var hellingur af allskyns þjóða kvikindum að spila, en Ísland í fókus með 19 atriði á dagskrá. Maður hékk eðlilega mest utan í íslensku dagskránni.

2015-01-15 20.52.11
Hér má sjá Ólaf Björn Ólafsson, ÓBÓ, flytja sitt lágstemmda efni með fiðlu og gítarleikara. Óbó var fyrrum trommari með Yukatan og Unun en hefur svo unnið með allskonar dóti í seinni tíð, m.a. Sigur Rós. Músíkin var dúllerí og Óbó með hálfgerðan ljóðalestur ofan á. Mjög lágt stillt svo þegar trommu-sándtékk á neðri hæðinni brast á heyrðist það full mikið á milli. Engu að síður fín músík til að loka augunum við.

Aurora var eitthvað drepleiðinlegt norskt band með Cranberrieslegri söngkonu. Ég var að deyja innilokaður út í horni en tókst að troða mér gegnum þvöguna og út. Hinds (áður Deers) eru spænskar og rokka bílskúrslega og eins og allt sé alltaf að detta í sundur. Nokkuð kjúttað.
2015-01-15 23.00.34
Júlíus Mayvant (hann heitir reyndar Unnar, aðalgaurinn) ku vera búinn að eyða miklum tíma í fyrstu plötuna sína, en almenningur þekkir bara Color Decay, sem miðað við settið í Groningen Forum er með bestu lögum. Fyrsta lagið sem hann tók, brassknúinn slagari, var reyndar mjög gott líka við fyrstu hlustun en restin þarf kannski meiri hlustun. Júlíus/Unnar er full lúðalegur á milli laga með frekar fúla brandara. Ætti kannski að taka sig á þar, kannski taka uppistandskúrs hjá Þorsteini Guðmundssyni. Samt: Held alveg að hjólin geti farið að rúlla hraðar og hraðar á þessum bæ.
2015-01-15 23.51.47
Dj Flugvél og geimskip vafði áheyrendum um fingur sér og tók þá í æsispennandi geimferð. Allt annað en leiðinlegt dót hér á ferð, enda Steinunn svo innileg og eðlileg í framkomu, atferli og hegðun. Ofsa fjör.

Smellti ekki mynd af Young Karin, en þau voru skemmtileg í kjallara djassklúbbs. Trommarinn úr Agent Fresco barði þetta áfram en söngkonan mætti aðeins vinna í framkomu, atferli og hegðun.

2015-01-17 00.38.45
Skálmöld kunna að víkingametalrokka sali og tóku Grand Theater í gíslingu af miklu öryggi. Allir stælarnir náttúrlega, fimmundarsöngur og gítarsóló.

Svo missti maður af allskonar dóti, Rökkurró voru víst snilld í kirkju, Mammút rokkaði buxurnar af liðinu og Kiasmos elektró-headbönguðu partíið.

Groningen er næs. Hjólamenningin jafn geðveik þar og annarsstaðar í Hollandi. Fékk mér djúpsteiktan músling sem ég hef einhvern veginn tengt við Holland eftir að ég var þarna endur fyrir löngu. Það undarlegasta í ferðinni var að sjá Megasar-plötur upp um alla veggi í plötu/antík-búðinni Klinkhamer. Keypti ekki, enda er Megas á Spotify!
2015-01-17 14.07.23
Það næst undarlegasta var að sjá styttu fyrir utan rakarastofu sem er alveg eins og Conan O’Brien.
2015-01-15 17.24.20

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: