Minnst spilaða Eurovision-vinningslag sögunnar!

4 Jan


Jæja ég hefðu átt að væla aðeins meira yfir því að Glaðasti hundur í heimi var bara númer 45 þegar mest spiluðu lögin á Rás 2 2013 voru tekin saman. Nú hef ég fengið það staðfest að barnvæn popplög eiga ekki sjö dagana sæla á pleilista Rásar 2 (og þar af leiðandi ekki sjö dagana sæla þegar kemur að STEF úthlutuninni). Sigurlag Söngvakeppninnar í fyrra, Pollapönk með Enga fordóma, er ekki nema 74. mest spilaða lagið á Rás 2 skv þessum lista. Þetta er ótrúlegt. Meira að segja lagið sem var í þriðja sæti, Eftir eitt lag með Grétu Salóme, er hærra, númer 43. Hvað er í gangi!?

Ég get eiginlega fullyrt að Engir fordómar er minnst spilaða Eurovision-vinningslag sögunnar á Rás 2. Til samanburðar má geta þess að Ég á líf var sjötta mest spilaða lagið 2013 og Is It True var í öðru sæti 2009. Eru bara bullandi fordómar í gangi hjá pleilistaráði ríkis-poppstöðvarinnar?

Uppfært: Lagið mun hafa verið miklu meira spilað þótt það sjáist ekki á listanum. Óli Palli skrifar: Þetta er ekki alveg rétt kæri doktor. Þegar báðar útgáfur lagsins, sú íslenska og þessi með enska textanum þá er lagið inni á topp 10. Í 8. eða 9. sæti ef ég man rétt. Bestu kveðjur – áfram Pollapönk. Rás 2 var líka með beina útsendingu frá heimkomugiggi Pallapönks á Torsplani í Hafnarfirði – þvílík er ástin og aðdáunin 🙂

Eitt svar to “Minnst spilaða Eurovision-vinningslag sögunnar!”

  1. Hlynur Bárðarson janúar 5, 2015 kl. 5:11 e.h. #

    Það væri nú áhugavert að sjá talningargögnin á bak við þetta. Er Color Decay, mest spilaða lagið, eða langt mest spilaða lagið. Kannski eru fyrstu 20 lögin með frekar svipaða spilun?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: