Fáránlegur hressleiki

19 Des

10636008_10152399209116783_2641941993634530073_n
Ég minni góðfúslega á massagiggið í kvöld. Hljómsveitin Dr. Gunni hefur leik um kl. 22. Leikin verða lög úr sarpi Popkings, S.H.Draums, Bless. Dr. Gunna auk nýrra tónsmíða. Hér fréttatilkill frá höfuðstöðvunum:  Hóhóhó! Það verður þrusustuð í Iðnó föstudagskvöldið 19. desember. Hljómsveitin Prins Póló hefur húsið til umráða og bíður nokkrum af sínum uppáhalds listamönnum að troða upp með sér. Það eru Dj. flugvél og geimskip og Dr. Gunni auk þess sem Hugleikur Dagsson mun líma kvöldið saman. 

Iðnó býður upp á fordrykk fyrir þá sem mæta snemma og hægt verður að kaupa allar jólagjafirnar á staðnum!! 

Prinsinn var iðinn við kolann á árinu. Hann gaf út plötuna Sorrí í vor og gerði svo tónlistina við kvikmyndina París Norðursins í haust en geisladiskur með síðarnefnda verkinu er á leiðinni í verslanir. Þær fréttir voru svo að berast að Prinsinn er tilnefndur til fernra Íslenskra tónlistarverðlauna. Jedúddamía!

Húsið opnar klukkan 21.00, miðaverð er skitnar 2000 krónur og forsala á http://midi.is/tonleikar/1/8646
Sjáumst í Iðnó alveg fáránlega hress!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: