Helena syngur jólin inn

16 Des

Enn er hér boðið upp á jól á 78 snúninga hraða. Fyrir var Haukur Morthens en nú er komið að Helena Eyjólfsdóttur, sem söng tvö jólalög inn á plötu 1954.
unga ísland
„Helena söng fyrst opinberlega á barnaskemmtun í Reykjavík á sumardaginn fyrsta 1953. Svo höfum við líka heyrt hana syngja í útvarpinu, og bráðum heyrum við hana syngja á nemendatónleikum Laugarnesskólans, sem útvarpað verður í barnatímanum,“ stóð í UNGA ÍSLANDI 1954: „Ég fór að syngja áður en ég lærði að tala,“ segir hún. Síðustu árin hefur hún lært söng hjá Guðrúnu Pálsdóttur. Og í vetur fór hún að læra að spila á píanó. Helenu langar mjög til að halda áfram söngnáminu.“

Eftir þónokkuð margar framkomur dreif útgáfan Íslenzkir tónar í plötu þar sem Dr. Páll Ísólfsson lék undir á Dómkirkjuorgelið. Ráðist var í klassísk jólalög, Heims um ból og Í Betlehem er barn oss fætt, en bæði höfðu lögin verið sungin inn á plötur áður, m.a. af Eggerti Stefánssyni, Sigurði Skagfeld, Hreini Pálssyni og Anny Ólafsdóttur, 12 ára, árið áður. Sú plata var gefin út hjá HSH (Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur) en virðist ekki hafa gert Anny að mikilli stjörnu, því ekki spurðist til hennar eftir þetta þótt hún hafi á tímabilinu 1953-54 sungið á skemmtunum með Baldri og Konna og fleirum.

Jólaplata Helenar varð hins vegar bara fyrsta skrefið í miklum ferli söngkonunnar dáðu, sem enn stendur yfir. Platan varð vinsæl og mikið spiluð fyrir fjölmörg jól þar á eftir.
helena
Í Betlehem er barn oss fætt
Heims um ból

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: