Tælenskur þari og smokkfiskur

15 Des

Dai Phat Asian Supermarket, Faxafeni 14, í sama húsi og Bónus, bara hinum megin, er dúndur Asíu-búð. Þar var ég áðan og gerði góð kaup á snakk-þara.
2014-12-15 16.24.39
Hér er tempura seaweed frá tælenska Tao Kae Noi fyrirtækinu. Þetta er eiginlega venjulegast á bragðið, maður finnur eiginlega ekkert þarabragð, bara djúpsteikt  tempura bragð, sem er mjög snakkað – ellegar snakkískt – bragð.

2014-12-15 16.27.46
Hér er wasabi bragð frá Tao Kae Noi og eins og sést á karlinum á pokanum sem grettir sig ægilega er þetta svaka sterkt. Mjög gott þar að auki ef maður fílar wasabi.

2014-12-15 16.26.15
Hér er þari með krabbabragði frá Khum Film, sem er líka tælenskt. Þetta er sætt á bragðið og ágætt.

2014-12-15 16.23.00
Hér er þurrkað smokkfiskasnakk frá Bento, einnig tælenskt. Þetta er „sweet og spicy“ og svo sannarlega sætt og sterkt. Maður er enn logandi. Gott mál.

Alltaf frábærlega skemmtilegt að kaupa í svona etnískum búðum og smakka eitthvað öðruvísi en þennan endalausa Haga-mat sem maður er á.

Eitt svar til “Tælenskur þari og smokkfiskur”

  1. Óskar P. Einarsson desember 16, 2014 kl. 8:34 f.h. #

    Þessar asíubúllur eru snilldin ein. Ég kaupi alltaf 10-20 stk. af *HELLAÐ* krydduðum núðlusúpum þarna – þessar sem eru á óskiljanlegri tælensku eru yfirleitt bestar. Svo kostar þetta bókstaflega ekki neitt. Þarf að tékka betur á þessu þaradóti, reyndar eru bestu þarakaupin í Kosti, þar sem hægt er að fá stóra pakka af þessu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: