Svona leysist vandi RÚV

13 Des

Sorrí að nefna það en það er bara hellingur af fólki sem hlustar aldrei á Rás 1 eða 2 og horfir aldrei á Rúv. Er samt látið borga nefskatt, nú 19.400 krónur á ári, 17.800 krónur á næsta ári og 16.400 krónur 2016. Skil vel að það sé fúlt að þurfa að borga fyrir eitthvað sem það notar aldrei.

Sjálfur er ég í miklum fílingi fyrir Rás 1 og 2 og Rúv, mismiklum eftir þáttum og svona eins og gengur. Engin stöð er eins og Rás 1, sérstaklega áður en lesnar auglýsingar (eða „öskraðar auglýsingar“ eins og frethólkarnir í Hollvinasamtökum Ríkisútvarpsins kalla þær) tóku að heyrast þar, illu heilli. Ég get alveg tekið undir með því að Rás 1 er hin eina sanna hljóðrás lífsins – þjóðarútvarp, eða hvaða upphafningu fólk vill nota – af því maður ólst upp við þetta og vill hafa þetta áfram í svipaðri mynd. Fullt af góðu stöffi í gangi þarna, og meira kjöt á beinum en á öðrum útvarpsstöðvum. Meiri dýpt og vandvirkni.

Rás 2 er einum of lík Bylgjunni fyrir minn smekk og mætti hisja upp um sig buxurnar. Sömu lögin út og inn leikin af playlistum, endalaust röfl um ekki neitt, og hundleiðinlegir auglýsingaleikir og drasl sem á heima á prívatmarkaði, ekki ríkisstöð. Samt er Rás 2 besta aðhaldið við íslenska tónlist og sögu, en það mætti vera miklu meira og betra á kostnað froðunnar. Bylgjan er sko alveg fín fyrir sinn hatt, en óþarfi að Rás 2 sé að sækja inn á sama markað.

En núna sem sé kemur það sem ég ætlaði að segja varðandi það hvernig vandi Rúv verður leystur: Með frjálsum framlögum þeirra sem elska þetta efni og þessar stöðvar það mikið að þeir eru til í að borga meira en nefskattinn. Svona er þetta gert með NPR, National Public Radio í USA, sem er svipuð og Rás 1 hér. Það hljóta að vera fimmtíu þúsund manns á landinu sem eru til í að borga 10 þúsund kall aukalega árlega. Það gera 500 milljónir á ári. Jafnvel hægt að eyrnamerkja það dagskrárgerð.

Er þetta alveg sturluð hugmynd?

4 svör til “Svona leysist vandi RÚV”

 1. Helgi desember 14, 2014 kl. 10:08 f.h. #

  Þetta er svo sem gott og blessað, en hætt er við að útvarpsgjaldið verði bara lækkað enn meira á móti meðan vænissjúkir stjórnmálamenn hafa fjárveitingarvaldið.

 2. TIMO NOKO desember 14, 2014 kl. 4:02 e.h. #

  Já, sturluð hugmynd.

  Því að öll þjóðin nýtur góðs af RÚV. Jafnvel þó að Jón Jónson nokkur hlusti aldrei á útvarpið, þá nýtur hann góðs af því að búa í mennsku samfélagi, þ.e. menningu.

  Líkt og elítan á Íslandi, sem ekki vill borga skatta, en vill samt læknisþjónustu, menntun fyrir börnin, snjómokstur og að ruslið þeirra sé tæmt.

  Hugmyndin þín að sumir borga (fyrir hina sem njóta góðs af – jafnvel þó að það sé óbeint), er bara enn ein leiðin þar sem viss hluti almennings borga fyrir það sem aðrir hafa kost á að borga ekki.

  • drgunni desember 14, 2014 kl. 4:32 e.h. #

   Nú jæja, þá látum við bara XD og XB ganga frá þessu og gerum ekki neitt.

 3. Egill desember 16, 2014 kl. 9:53 f.h. #

  Ef ég borga fyrir RÚV má ég þá sleppa að borga fyrir vegi, bókasöfn og tómstundir fyrir börn? nota það aldrei…..
  Það sem ég meina er að við getum alltaf fundið eitthvað sem við notum ekki en borgum samt skatt fyrir, það þýðir ekki að það er ekki fullt af öðru fólki sem notar það (Rúv t.d.)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: