Bæjarins besta í öðrum löndum

25 Nóv

2014-11-23 13.03.02
Þegar við Elísabet fengum okkur síðast pulsur á Bæjarins beztu varð mér hugsað til þess að erlendar borgir eiga líka sinn lókal skyndibita. Það er búið að koma því inn hjá ferðamönnum (réttilega) að þeir verði að smakka Bæjarins bestu pulsurnar hér, og í útlöndum er líka svona „verða að fá sér“ skyndibitar í mörgum borgum.

Pats-Kind-of-Steak
Mér dettur nú strax í hug Philly cheesesteak sandwich frá Fíladelfíu, en svipaðar samloku má fá víðsvegar. Samlokan er upprunnin hjá Pat’s King of Steaks, en á móti Pat’s spratt upp samkeppnisaðilinn Geno’s. Þar telur eigandinn sig vera þann sem fyrstum datt það snjallræði í hug að setja ost á samlokuna. Í dag eru biðraðir alla daga við þessa staði. Við átum á Pat’s, og þetta var ágætt ef maður setti bara nógu mikið af hressandi chilipipar í frekar bragðlausa lokuna.

02297808
Í Montreal er alltaf röð við samlokustaðinn Schwartz. Þeir eru með pastrami samlokur, alveg ágætar, en svipað og betra finnst mér vera hjá Katz í New York. Þar er vissulega alltaf brjálað að gera, en varla eru þó Katz samlokur „bæjarins bestu“ New York. Ætli pítsur eða svona saltkringlur sé ekki meira þeirra þing.

cGTQeEIRur3P_faby-t1iR640x480
Upprunalegu Buffalo-vængirnir koma frá staðnum Anchorbar í bænum Buffalo, NY. Þangað hef ég aldrei komið. Það eru reyndar sagðar mismunandi sögur um uppruna Buffalo vængjanna, eins og gengur.

Svona má áfram telja. Gaman væri að heyra þína útgáfu af „bæjarins besta“ á öðrum stöðum. Það er helsta skilyrðið að það sé alltaf biðröð við staðinn sem er að selja matinn. Sjálfur er ég orðinn glorhungraður að skrifa þetta og ætla næst að gúggla How to make an omelette.

2 svör to “Bæjarins besta í öðrum löndum”

  1. Siggi Sigurdsson nóvember 25, 2014 kl. 4:06 e.h. #

    Baltimore, MD: Chap’s Pit Beef.

    Magnaðar kjöthlunkasamlokur. Muna að setja nóg af piparrótarsósu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: