3 nýjar plötur

24 Nóv

FC019CD-500x500
Nú hellast inn nýjar íslenskar plötur enda stutt til jóla. Henrik Björnsson virðist að mestu vera Singapore Sling þessa dagana. Ný plata, The Tower of Foronocity (Turn fáránleikans – að mér sýnist áttunda plata Sling) er sneddíþéttur pakki af hatri, skæs riffum og góðu bíti. Platan er komin á Spotify og dulúðlegt myndband við opnunarlagið er komið á Youtube. Það er enska merkið Fuzz Club sem gefur út.

Cover_For_I_Tunes
Nýja/þriðja platan með Rökkurró heitir Innra og er á Spotify. Þetta er mun „fullorðnari“ plata en fyrri verk, róleg og yfirveguð, Keit bússuð og næs. Stykki sem mun án efa vaxa í áliti og taka nokkurn tíma að grípa um sig – seintekin sem sagt.

468142
Lukkutröllið Hermigervill hefur nú komið með fimmtu plötu sína, eða þá fyrstu „alvöru“ enda heitir hún I. Úr fréttatilkynningu: Plata þessi markar þáttaskil á ferli hans, eftir tvær plötur sem byggðar voru á sömplum, og aðrar tvær sem innihéldu rafútgáfur af íslenskum dægurperlum. Nú stígur hann fram með frumsamið efni í fyrsta sinn, og því heitir platan einfaldlega I – fyrsta raunverulega platan. Hermigervill fær góða gesti sér til liðsinnis í nokkrum lögum, þar á meðal söngvarana John Grant og Unnstein Manúel Stefánsson. Platan inniheldur melódísk lög sem virka bæði á dansgólfum sem og í stofunni heima, nokkuð sem fáir hafa náð að útfæra jafn vel og Hermigervill, sem hefur fínpússað þennan eiginleika á tónleikaförum sínum um heim allan síðustu ár.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: