Sun Kil Moon á föstudaginn

22 Nóv
sunki
Sun Kil Moon
kemur fram í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 28.nóvember nk (næsta föstudagskvöld). „Sveitin“ er nú sólóverkefni Marks Kozeleks. Með honum á sviði verða trommuleikari, hljómborðsleikari og rafmagnsgítarleikari. Þetta verður sirka svona.
Sun Kil Moon hefur gert sex plötur. Sú nýjasta, Benji, sem kom út á þessu ári, hefur verið að fá þrusudóma og er talin mikið meistaraverk. Tónlistin er gríðarlega einlæg, persónuleg og fremur lágstemmd. Minnir á lið eins og Will Oldham og kappa eins og Leonard Cohen og Nick Drake.
Mark komst í tónlistarfréttirnar fyrir eitthvað rifrildi við hljómsveitina The War On Drugs (sem hitaði hér upp fyrir The Flaming Lips á dögunum). Rifrildi sem er nú bara eitthvað djók, skilst mér. Mark samdi allavega lagið War On Drugs: Suck My Cock að þessu tilefni.
Reykjavíkurnætur standa að viðburðinum en fyrirtækið flutti áður inn bandaríska söngvarann Mark Lanegan árið 2013. Miðasala stendur yfir á www.midi.is og er miðaverð 5.900 krónur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: