SNARL 4 á þrotum

16 Nóv

Safndiskur ársins, SNARL 4 – Skært lúðar hljóma – er á þrotum hjá útgefanda (mér). Nýtt upplag er væntanlegt á morgun. Diskurinn kostar alls ekki meira en 2000 krónur og hægt er að kaupa hann í Lucky Records, Smekkleysu, 12 tónum, Bókabúð Máls og menningar og bráðlega í Eymundsson á Akureyri. Nú og einnig hjá mér (hann kostar 2000 krónur út um allan heim). Það eru 25 lög á disknum og myndbönd til af sumum lögunum.


Pink Street Boys eru tilbúnir með plötu (bestu plötu ársins?) og leita að útgefanda.

Ég veit ekkert um hljómsveitina Brött Brekka nema að hún er góð.

Börn gerðu hina fínu plötu Börn fyrr á árinu.

Vafasöm síðmótun er leynihljómsveit sem gerði geypigóða EP plötu fyrr á árinu, Íslenzk þjóðmenning. Sveitin syngur um Hönnu fokking Birnu á Snarli 4 en um Sigmund Davíð á EP plötunni.

Sindri Eldon hefur gefið út plötu með mörgu góðu páverpoppinu. Sorrí finn engan link á hana.


Death of a Scooba Fish (hvað er Scooba Fish? Það er ekki til!) er sólóverkefni Aðalheiðar Örnu Björgvinsdóttur. Einu sinni var hún í hljómsveit með Nönnu í OMAM. Ég held að hér sé eitthvað gott á leiðinni.

Kvöl er njúveif og gerði EP plötu fyrr á árinu hjá Ronju Records.

Mafama er frá Akureyri og eru handan við hornið með fyrstu plötuna sína.

Knife Fights gerðu frábæra plötu fyrr í ár, I Need You To Go To Hell.


Pönkbandið Elín Helena frá Selfossi gerði drulllluþéttu plötuna Til þeirra er málið varðar í vor.

Just Another Snake Cult hefur gert allskonar æðislegt.

Mugison er með lagið Afsakið hlé á Snarli 4.

http://www.youtube.com/watch?v=3UdlhLmg3hk
Skerðing
frá Akranesi er æðisleg hljómsveit sem gerði plötu fyrr í ár sem heitir Músagildran.

Nolo strákar eru í sífelldu stuði og hafa gert margt gott.


Sushi Submarine flokkurinn er upp og komandi.

Kælan mikla hefur gefið út disk í 50 eintökum sem fæst í Lucky. Tékk itt. Besta bandið í dag, segja menn.

Fræbbblarnir eru elsta bandið á Snarli 4. Sveitin hefur lengi verið að vinna að nýrri plötu sem við fáum vonandi asap.

Dr. Gunni (ég) á stysta lagið á Snarli 4. Það verður án efa á tímamótaplötunni L sem kemur út 7. okt 2015.

Lífið leikur eðlilega við Dj. Flugvél og Geimskip. Hún er að fara til Japans og er að vinna að nýrri plötu á vegum Mengi.

Insol er ekkert basol. Meistarinn mun vonandi koma með nýja plötu bráðlega.

Harry Knuckles er pá pá. Finnið hann hjá Lady Boy Records.

Panos from Komodo er illilega tengt Godchilla en sú sveit hefur gert þrekvirkið Cosmatos.

RadRad er leynimaðurinn Guðmundur Ágúst. Finnið hann hér.

Grísalappalísa og Megas ljúka Snarli 4 með æðislegheitum. Óþarfi að segja ykkur eitthvað um þá. Ég vona innilega að þetta skröltandi góða samstarf muni enda á plötu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: