Antík og skran

14 Nóv

Antíkmarkaðir og skransölur er þar sem aðalfúttið er. Að gramsa í gömlu dóti og borða góðan mat er það sem blívar í lífinu, svona þegar maður er ekki lengur fullur allar helgar og þunnur þess á milli. Ég hef gert sallagóð plötukaup að undanförnu. Hjá Rúnari í Kópavogi er allskonar gúmmilaði upp um alla veggi og út um öll gólf. Þar rakst ég á gott eintak af þeirri plötu sem hefur haft einna mest áhrif á mig, Prayers on Fire með The Birthday Party. Það var algjör uppgötvun að heyra þetta svona 1982 eftir að ég fann eintak í Safnarabúðinni. Ég þarf svo sem engin tvö eintök svo ég býð nú þessa plötu til sölu á slikk!

Í sömu hrúgu var plata með The Swell Maps, Jane from Occupied Europe, eðal lofi frá síðustu öld. Fjárfesti þar að auki í Örugglega með Bjögga Gísla og dýru útlendu plötunni með Ellý (með Hljómsveit Vic Ash). 78sn með Hauki Morthens þar að auki.

Nýlega var ég svo í eðal skúrnum hjá Kristbjörgu og Björgvini upp á Akranesi þar sem ég datt í lukkupott. Ekki aðeins fann ég ágætan slatta af 78sn plötum heldur líka Magic Key með Náttúru, Mandala með Trúbrot og Uppteknir með Pelican á góðu verði. Maður er hreinlega svamlandi í lukkupotti út í eitt.

Eins og allir vita er eina vitið að eta á veitingarhúsum í hádeginu þegar verðin eru viðráðanleg. Réttur dagsins á Sjávargrillinu var í gær hrefna og djúpsteikt svínasíða, svoleiðis lungnamjúkt hnossgæti að ég er enn með sleftauma minningana fyrir augunum. Geri aðrir betur á 2.190 kr.

Ég er í Fréttatímanum í dag að tala um heimildarmyndaþættina um íslenska dægurtónlist sem ég er að vinna að um þessar mundir. Það hefur alltaf verið stefnan að þetta verði bestu sjónvarpsþættir í heimi og verður hvergi kvikað frá þeirri stefnu. Þeir sem geta lagt hönd á plóg, vita t.d. um myndefni og annað dót sem gæti nýst eru hjartanlega velkomnir. Aðalvandamálið verður að troða þessari miklu og fjölbreyttu sögu í ramma 8 tæplega klukkutíma langra þátta, en það hlýtur að hafast.

drg-ft

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: