Sprenglært og leiðinlegt

12 Nóv

2014-09-18 15.56.43
Tónlistarkennarar eru í verkfalli og Elísabet dóttir mín hefur ekki komist í blokkflaututíma vikum saman. Ég hef verið beðinn um að styðja launabaráttu tónlistarkennaranna, sem ég geri auðvitað, þó ekki nema fyrir dóttir mína. Í gvuðana bænum borgið þessu fólki sómasamleg laun og hættið þessum aumingjaskap. (Ég veit reyndar ekki hvern ég er að ávarpa hér – líklega einhvern hjá launanefnd Borgarinnar).

Sjálfur lærði ég lítið á þessum 2 árum sem ég var á gítar í Tónlistarskóla Kópavogs. Ég „kann“ náttúrlega lítið en þetta litla sem ég kann hef ég lært af sjálfum mér með því að vera heltekinn af músíkáhuga síðan ég var svona 10 ára, heyrði í Bítlunum og var kennt að spila nokkur gítargrip. Það hefur verið „mín leið“. Það var ekki neitt til sem ól mann upp í poppi og pönki heldur stóð bara til boða tónlistarnám sem ég, 12 ára, hafði bara allsengan áhuga á – spænsk gítarlög og eitthvað drasl sem var alls ekki pönk!

Svo er alveg hægt að læra af „sjálfum sér“ sko. Þegar ég var að alast upp í tónlist var allt tónlistarnám litið hornauga (af mínu gengi það er að segja). Það var ekki hægt að kenna pönk eða nýbylgjurokk. Lið sem fór í tónlistarskóla var bara gelt og leiðinlegt. Allar hetjurnar höfðu ekkert að gera með tónlistarnám, Utangarðsmenn, Fræbbblarnir, Purrkur Pillnikk! Ramones, Joy Divison, The Fall, The Clash – allt sjálflært og unaðslegt. Meira að segja Bítlarnir höfðu lítið með hefðbundið tónlistarnám að gera. Þetta er auðvitað breytt að hluta núna og ekki endilega víst að sprenglært lið sé gelt og leiðinlegt. Þó það sé það oft! (Sorrí sprenglærða lið).

Það var dúndurgaman á Airwaves. Grísalappalísa og Megas var æðisgengið gigg á fimmtudag. Sumum fannst það „niðurlægjandi“ fyrir Megas – sem ég næ ekki. Hvað var svona niðurlægjandi? Hráleiki Grísalöppu er einmitt miklu passlegri fyrir Megas en t.d. hið slípaða Senuþjófaband. Pink Street Boys voru drullugóðir sem og Elín Helena á undan þeim. Dj Flugvél og geimskip var út úr þessum heimi. (Allt þetta góðmeti er einmitt á Snarl 4 sem nú er komið á Bandcamp).

Perfect Pussy var algjört megablast en Black Bananas var nú bara eitthvað dóprugl. The Knife var nú bara sýning með Íslenska dansflokknum (þreytandi til lengdar). FM Blefast kunna að gera gott partí og lögin þeirra virka mjög vel læf þótt það sé ekki eins gaman af þeim á plötu (nema fyrstu plötunni sem mér finnst alltaf lang best). Berndsen var með fínt sjóv. Rak inn nefið á Kiasmos og sá tvo menn dilla sér við tölvur. Ekki alveg mín deild. Oyama voru skemmtileg, platan þeirra fínt stereolabbsískt skógláp. Boogie Trouble eru eitilgott partíband, Klara Arnalds mjög fínn frontur og bandið þétt í sínu gamaldags partístuði. Nú er maður orðinn svo góðu vanur að kannski maður kíki hreinlega á Ghostigital, Kæluna miklu og Pink Street Boys á Húrra 28. nóv.

Ég er í Mogganum í dag að kynna hinn geðsjúka SNARL 4 safndisk:
snarlmbl

Auglýsingar

3 svör to “Sprenglært og leiðinlegt”

 1. Óskar P. Einarsson nóvember 12, 2014 kl. 9:16 f.h. #

  Loksins kom digitalið af Snarlinu út. Þarf ekki að hafa það 128KPS til að ná „kassettu“sándinu (nei, ég segi nú bara svona..). Oyama eins og Stereolab…góður vinkill, alltaf að heyra eitthvað nýtt á þessari frábæru plötu þeirra líka.

 2. Ríkharður H. Friðriksson nóvember 12, 2014 kl. 10:53 f.h. #

  Ég þakka falleg komment í garð tónlistarkennara. Á eftir þeim ummælum finnst mér þú ofmeta gildi sjálfsnáms í pönki. Ég ætla ekki að fullyrða um flestar hljómsveitirnar, en get sagt með fullri vissu að það voru fáar útgáfur Fræbbblanna sem voru ekki með einn eða fleiri lærðan tónlistarmann um borð, stundum sprenglærða, og það skipti máli fyrir útkomuna. Einnig vil ég benda á að um árabil lékst þú sjálfur með hljómsveit sem hét Svarthvítur draumur, og varst þar umkringdur sprenglærðum tónlistarmönnum. 🙂

  • drgunni nóvember 12, 2014 kl. 12:11 e.h. #

   Ókei ókei! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: