Seylon – Vesturbær

2 Nóv

2014-10-31 12.35.12
Á Selfossi er hinn fíni veitingastaður Seylon í óhrjálegu bakhúsi (Eyravegi 15). Þar ræður ríkjum kona væntanlega frá Sri Lanka (eins og Seylon er kallað í dag) og kokkar seylonskt/indverskt gúmmilaði ofan í þakkláta Selfyssinga. Við komum þarna í hádeginu á föstudag og fengum alveg ljómandi kjúkling í rauðu karrýi með grjónum, salati og naan. Mjög gott á 1500 kall. Allir sem vettlingi geta valdið þurfa að skella sér á Seylon.
2014-10-31 12.25.11

2014-11-01 15.57.06
Ég hætti mér loksins inn á Kaffihús Vestubæjar. Fékk mér nú bara Café latté og croissant, sem var algjörlega til fyrirmyndar – kaffi sterkt og gott og croissantið nýtt og ferskt. Það verður ekki af hipsterum skafið að þeir kunna að búa til alvöru góðan mat. Ég er mjög spenntur fyrir matseðlinum og verð væntanlega þarna eins og sá grái hipster-köttur sem ég vissulega er.
10603548_319747844872090_6415938064537115029_n

5 svör to “Seylon – Vesturbær”

 1. Óskar P. Einarsson nóvember 2, 2014 kl. 11:30 f.h. #

  Ég brenni nan í mér. Mikið er þetta fözzí matseðill…

  • drgunni nóvember 2, 2014 kl. 11:37 f.h. #

   Ekki lengur fössí

 2. Ægir Þorvaldsson nóvember 2, 2014 kl. 8:23 e.h. #

  Systir konunnar sem rekur Seylon er með annan veitingastað í Ármúlanum, Kókos & Krydd, er í Ármúla 21 ( þar sem nokkrir staðir hafa verið áður). Hann gerir einnig út á Ceylonskan mat, bara svona ef fólk nennir ekki út á Suðurlandið.

  • Yngvi Högnason nóvember 3, 2014 kl. 8:26 f.h. #

   Snyrtilegur verðlistinn í Vesturbænum, alíslenskur okurlisti. „Hipsterarnir“ kunna að smyrja á.
   p.s. ertu hættur með okursíðuna?

   • drgunni nóvember 4, 2014 kl. 5:29 f.h. #

    Það er ekki gefins að vera hipster.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: