Hugh Cornwell á Íslandi

2 Nóv

GL503410
Huge Cornwell, fyrrum söngvari The Stranglers, er væntanlegur til Íslands og heldur tónleika með bandi á Gamla Gauki 13. desember. Miðinn kostar 3.500 kr. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1978 sem Hugh spilar hér, en þá var hann auðvitað að spila í Höllinni á mikilvægu giggi sem ég var því miður og ungur til að mæta á. Hugh fór í einhverja fýlu við félaga sína 1990 og hætti. Auðvitað ætti hann bara að spila með gömlu félögunum, miklu meira upp úr því að hafa. Síðasta sólóplata Hughs kom út í fyrra. Heitir Totem & Taboo er ágætis stöff. Tekið upp af Steve Albini í Chicago svo þetta er frekar hrátt og skemmtilegt. Hér sá gamli (65) að dilla sér í titillaginu. Ég er búinn að kaupa miða og það ættir þú að gera líka!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: