Gamall og gáfaður

26 Okt

Kata-175x269Kata-175x269
Hlustaði á gríðarlega gáfulegar umræður um bókina KATA eftir Steinar Braga í Gufunni í gær. Mig langar að lesa þessa bók enda eru fyrri bækur Steinars „skemmtilegar“. Eftir því sem fólkið röflaði meira um bókina langaði mig þó alltaf minna til að lesa hana því þetta var svo yfirgengilega gáfulegt – eins og keppni í speki, mjög fyndið. Steinar Bragi nær alltaf að búa til sterka og þrúgandi söguramma, en svo er ekkert endilega víst að hann nái að plotta sig í mark. Góður David Lynch-ari engu að síður. Kaupi Kötu pronto.

Ég held að ég sé að verða of gamall og gáfaður fyrir standöpp. Allavega fyrir lélegt standöpp. Ég fór á þennan fræga Comedy Cellar í New York, sem er náttúrlega orðin argasta túristabúlla. Einir 5 af 6 standöppurum voru meðalmenn, þetta gekk allt út á plebbalegan aulahúmor og at í áhorfendum – er einhver hérna frá Frakklandi? Ble ble. Sá eini almennilegi var gamall hommi sem var sniðugur.

En allavega. Gott framtak er nú í gangi í Hörpunni, Reykjavík Comedy Festival. Ég keypti nú bara miða til að sjá Þorstein Guðmundsson, sem var frábær og bar af. Svo komu þrír New Yorkarar, „New York Funniest“, hvorki meira né minna. Sá fyrsti, Ricky Velez, var útúrskakkur og glataður. Hvað er verið að flytja svona drasl inn? Næsti var aðeins skárri, James Adomian, en líka hasshaus. Hassgrín er fúlt nema maður sé hasshaus. Og plebbalegt röfl alltaf í þessu liði. Fóru í Bláa lónið – Hefur einhver hérna farið í Bláa lónið? Ísland, ble ble. Djöfull er maður orðinn leiður á að hlusta á útlendinga röfla um Ísland.

Þriðji var Andrew Schultz, sem var skástur af þessum Könum. Samt: „Samskipti kynjanna“ – nennir maður að hlusta á enn eitt grínið um þá þreyttu borðtusku? Hló svona 2svar af þessum Könum (en oft að Þorsteini), en salurinn virtist nokkuð sáttur, svo eins og ég segi: Kannski er maður bara orðinn of gamall og gáfaður fyrir standöpp, eins og maður er orðinn of gamall og gáfaður fyrir lélegar hryllingsmyndir. Gvuð með vélbyssu gefi að ég verði aldrei of gamall og gáfaður fyrir pönk.

4 svör til “Gamall og gáfaður”

 1. Óskar P. Einarsson október 26, 2014 kl. 7:35 f.h. #

  Við konan fórum á bretana á föstudagskvöld, þeir voru flestir mjög fyndnir og súrir. Hvorki meira né minna en TVÆR konur (Sara Garðars og stórfurðuleg bresk dama) – helvíti fínt stöff.

  • drgunni október 26, 2014 kl. 7:51 f.h. #

   Já ég hefði betur valið aðeins betra gigg til að sjá…

 2. Margrét Erla Maack október 26, 2014 kl. 10:59 f.h. #

  Næst þegar þú ferð til New York skal ég beina þér að sjá New York’s funniest í alvörunni. Comedy Cellar er ömurleg two drink minimum túristabúlla.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: