Jón Gnarr: Sigurjón er stórt barn

24 Okt

10733460_10205238642431594_79008531_n
Messanger viðtal við Jón Gnarr: Jæja, hvað er í gangi? Tvíhöfði í útvarpið aftur? Halelúja!

Já það er stefnan. Þetta þykir ekki verra en margt annað. Tvíhöfði er fyrir útvarpi það sem ORA er fyrir matargerð – ástríða.

Hvað erum við að tala um? Fyrir það fyrsta: Verður þetta langur þáttur í gamla góða stílnum? Smásálin og allar græjur?

Frekar stuttir bútar í podkasti en sömu dagskrárliðir og alltaf.

Ú é! Er Poddkast framtíðin?

Nei, einn daginn fær fólk nóg af allri þessari tækni og hendir frá sér öllum „snjall“ símunum og fer bara í sund þar sem hægt er að tala við alvöru fólk. Hlæja smá og fá sér svo pylsu. Þú færð ekki pulsu í iphone. SIRI selur ekki pulsur.

Nei ekki enn. Það kemur kannski. En hvað er þetta með Kjarnann? Ætla þeir að fara í meira poddkast en Tvíhöfða?

Ég held að það sé stefnan að reyna að taka yfir íslenska podkast markaðinn og búa til fyrsta alvöru margmiðlunarþrekvirkisstórvirki. „íslenska alvöru“ (innskot). „margmiðlunarþrekvirkisstórveldið“ átti það að vera, en við munum reyna að styrkja tengslin við þjóðina. Svona reyna að fá þjóðina til að ganga í takt – við Tvíhöfða.

Hólí mólí. Hvenær kemur fyrsti þátturinn?

Vonandi í næstu viku. Sigurjón er orðinn afskaplega spenntur og hlakkar mikið til. Hann er náttúrlega eins og barn. Hann er stórt barn. Stundum hringir hann í mig á nóttunni án þess að hafa neitt að tala um. Honum finnst bara gott að heyra röddina mína. Hún róar hann. Ég hef seyðandi rödd. Fólk á eftir að tala mikið um það þegar það heyrir þáttinn.

Heldur betur! Mikið hlakkar mig til að sofna við seyðandi rödd þína. Illugi Jökulson er fínn, en þú ert enn betri. Ætlarðu svo ekki bara að losa okkur við þessi leiðindi og verða forsetinn? Hvenær er aftur kosið næst?

Hvaða ár er núna?

Eitt svar til “Jón Gnarr: Sigurjón er stórt barn”

  1. Óskar P. Einarsson október 24, 2014 kl. 10:50 f.h. #

    Æði. Hjúkkit, að þetta skuli vera poddkast. Síðast tók ég tvíhöfða upp á mp3 spilara eftir krókaleiðum…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: