Ný músík hey já

23 Okt

By-Orri-Jónsson_3
Trommarinn Óli Björn – ÓBÓ – sem spilaði sem unglingur með Yukatan og Unun, og gerði sig síðar gildandi með allskonar fólki eins og Sigur Rós og E. Torrini, er nú kominn í sólóið, sem ÓBÓ, og gefur út fyrstu plötuna sína INNHVERFI hjá þýsku Íslandsvinunum hjá Morr í nóvember. ÓBÓ ætlar að spila slatta á Airwaves. Eitt lag er komið á netið, það heitir Rétt eða Rangt:


OyamaBySigridurElla
Í nóv kemur líka fyrsta stóra platan með skóglápsbandinu OYAMA, en „þröng“skífa kom út í fyrra. Það er 12 tónar sem gefa hið 9 laga ljúfmeti út – platan heitir COOLBOY. Í fréttatilkynningu segir m.a.: Hljómsveitin samdi við 12 Tóna á Íslandi og Imperial Records í Japan um útgáfu á plötunni. Coolboy kemur út 20. október í Japan og 3. nóvember á Íslandi, en nú er hægt að forpanta plötuna á vefsíðu 12 Tóna. Coolboy samanstendur af níu nýjum lögum sem tekin voru upp í Sundlauginni og Studio 1. Oyama fengu Pétur Ben inn í ferlið sem pródúser og Coolboy var mixuð af Magnúsi Øder Kristinssyni og masteruð af Glenn Shick. Platan samanstendur af níu lögum sem kynna til sögunnar breyttar áherslur í hljóðheimi sveitarinnar auk þess sem hún er lituð meira af mismunandi tónlistarstíl þeirra mismunandi einstaklinga sem skipa sveitina. Hér má heyra fyrsta lag plötunnar – “Old Snow” – sem gefur tóninn fyrir það sem koma skal:

OYAMA er einmitt með gigg í kvöld á Húrra ásamt BOB (BEWARE OF BOB ný plata væntanleg) og MC Bjór og Bland. Hlustum meira:

Eitt svar to “Ný músík hey já”

  1. Óskar P. Einarsson október 24, 2014 kl. 3:50 e.h. #

    Þetta Oyama lag er ekki síðra – reyndar er þetta besta íslenska lag sem ég man eftir að hafa heyrt í nokkur ár: https://www.youtube.com/watch?v=68qQKBZjtF0

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: