Haustlitaferð

22 Okt

Að baki er eðalferð. Flaug til Boston þar sem ég gisti hjá Bryan vini mínum. Á sunnudegi var stíft keyrt í túristapakka. Sigldum út á haf til að vafra um á Georges eyju, fyrrum fangelsis- og geðsjúkrahúss-eyju. Það var stuð.
2014-10-12 14.02.51
Í miðbænum fórum við á Frostbar, túristagildraðan ísbar til að drekka lélegan kokkteil í ískulda í úlpu. Kíktum í eðalbúðina Newbury Comics. Megastuð á matarmarkaði. Svo var þetta bara gott labb um alla borg. Líst vel á Boston. Hafði ekki komið þarna almennilega áður, en svo allri sanngirni sé gætt þá er New York ennþá uppáhaldsborgin mín. Þangað fór ég einmitt næst til að gista á kakkalakkabúllunni Westside YMCA og vafra um borgina. Flóttamaðurinn KJG var auðvitað fastur liður. Átlega séð var Serenipity 3 áhugaverðasti staðurinn. Þar er boðið upp á sjálfsmorðs-skammta af eftirréttum, t.d. þessum sem heitir „Can’t Say No“ Sundae:
2014-10-14 17.51.17
Auk þess að vafra stóreygður um borgina fór ég í heil þrjú skipti í bíó, enda hið ágæta listabíó Lincoln Center við hliðina á kakkalakka-Ymca. Boyhood, nýjasta mynd Richard Linklater er ansi skemmtileg og ferskt að sjá alla eldast um 12 ár (þetta er leikin mynd tekin yfir 12 ára tímabil). Söguþráðurinn kannski ekkert dýpri og inntakið ekkert byltingakenndara en í einhverri sjónvarpsmynd, en samt mjög eftirminnileg ræma (4). The Skeleton Twins með Bill Hader og Kristin Wiig er alveg fín framan af, en mér fannst hún alveg kála sér á síðustu mínútunum í allt-endar-vel blöðruskap (2). Svo fór ég á frönsku myndina La Chambre Bleue (The Blue Room), en svaf svo harkalega að ég er ekki dómbær. Sýndist þetta samt vera alveg fínt.

Aðaltilgangur ferðarinnar var að troða upp á miklum Íslendinga-fögnuði í Connecticut, Iceland Affair. Þetta er algjört sólóatriði Gerri Griswold, sem er gríðarlegur Íslandsnöttari og orkubolti. Íslendinga-dagurinn skiptist í tvennt. Um daginn voru fyrirlestrar í einskonar félagsheimili í Winchester þar sem ég m.a. hélt tölu um sögu ísl. poppsins. Íslenskir hestar og hundar vöfruðu um tún, lopapeysur og bolir voru til sölu og í kjallaranum var hægt að fá pulsur með öllu, hraun, harðfisk og ég veit ekki hvað. Góður var stemmarinn og fyrirlesturinn hitti í mark hjá fullum kofa. Hér erum við Gerri á vettvangi:
10403371_10205010390678115_512268027578152744_n
Um kvöldið var svo gigg í Infinity Hall í Norfolk. Á efnisskránni: Björn Thoroddsen, Lay Low og Agnes, Kristjana Stefáns, Myrra Rós og Júlíus, Snorri Helgason og Svavar Knútur. Troðfullur kofi og allir að spila með öllum. Ekki þótti gott að láta mig sleppa við Prumpulagið svo ég fór upp á svið í uppklappinu og stjörnufans renndi í prump-epík:
10451701_10204437357885336_266462729018045110_n
Nýja England er hreinlega stórfenglegt á þessum tíma árs, haustlitirnir sturlað töff og náttúrufegurð mikil. Á búgarði Gerríar má finna ýmis hress kvikindi, t.d. svínið Abe R Ham, sem stillti sér upp með okkur Snorra Helgasyni.
10698478_10204297738458064_6541423740991253496_n
Frábær ferð!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: