Ég á allar kassetturnar með þeim

27 Sep

Tdkc60cassette
„Ég á allar kassetturnar með þeim“ er hnyttinn frasi frá Bo Halldórssyni. Ég heyrði hann fyrst í Popppunkti við fáránlegri spurningu um hljómsveitina Crispy Ambulance. Eins og það þýddi eitthvað að spyrja hljómsveitina Brimkló um Crispy Ambulance!

Í dag er alþjóðlegi kassettu-dagurinn. Á Íslandi er honum helst fagnað af útgáfufærirtækinu Lady Boy Records, sem eitt „fyrirtækja“ hér gefur flest sitt efni út á þessu ódýra formati. Útgáfan fagnar deginum í kvöld á Bravó.

Að auki hefur Touch Tapes gefið út Gilsbakka með Skurken og LP með Futuregrapher.

Sjálfur var ég mikið í kassettunum og gaf mikið út á þessu formati á vegum Erðanúmúsík. Ég gerði einnig þætti á Rás 2 um íslenskar útgáfur á kassettum, hina stórfínu þætti (þótt ég segi sjálfur frá) SNÆLDA, sem enn má hlusta á.

Á árum áður tók maður upp á ótal kassettur, sendi til pennavina og fékk kassettur í staðinn. Svona kynntist maður allskonar tónlist, áströlskum eðalskít, ungverskum eðal, pólskum eðal, finnskum eðal (ég er ekki frá því að eðall sé nýja uppáhaldsorðið mitt). Á ferðum mínum erlendis keypti ég oft kassettur, t.d. í CBGB’s búðinni: örlí stöff með Daniel Johnston; Bless fékk óútgefið Spiderland með Slint á kassettu og hlustaði á í vaninum, fékk líka kassettu með hljómsveitinni Couch Flambeau á þessum suddafína Bless-túr af því ég þótti minna á söngvarann í þessari hljómsveit. Þú getur dæmt um það sjálf/ur.

Í hipsterheimum er nú spurt hvort kassettan sé hin nýja vinýlplata. Sjálfur vil ég meina að 78 snúninga platan sé hin nýja vinýlplata.

PS: Heiða og kó verður í Kolaportinu um helgina. Mætið! Það verða kassettur til sölu!

2 svör til “Ég á allar kassetturnar með þeim”

  1. Óskar P. Einarsson september 28, 2014 kl. 11:22 f.h. #

    Það eru nú ekki nema rétt rúmlega 2 ár síðan ég seldi bílinn okkar, sem var með kassettutæki. Eina kassettan sem ég átti – og er víst bara til þannig – er með hollensku hardkor-sveitinni, „Bobwire“, sem Saktmóðigur o.fl. Logsýru-menn fluttu hingað inn 1996. Ekki það að ég sakni þessa kassettudrasls, hefði nú alveg viljað fara í gegnum fiskvinnslusumrin mín með æpodd, sko.

  2. Frammbyggur nóvember 6, 2014 kl. 9:37 e.h. #

    Afhverju þurfa hipsterar alltaf að skemma allt?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: