Raggi @80

22 Sep

raggs
Raggi Bjarna, hinn mikli meistari og fjörbolti, er áttræður í dag. Enginn er eins hress og hann eins og sannaðist þegar hann var að syngja fyrir fullri Hörpu nú um helgina. Af „gamla genginu“ er hann sá sem enn er í mesta fjörinu.

Raggi fékk popp í vöggugjöf. Pabbi hans Bjarni „Bö“ Böðvarsson var helsti bandleaderinn frá sirka 1930 til sirka 1950 og mamma hans Lára Magnúsdóttir ein fyrsta poppsöngkona landsins.

Raggi fylgdist með hljómsveit pabba síns æfa, fylgdi með og seldi inn á böll, byrjaði að spila á trommur og svo að syngja. Árið 1954 gripu þeir Svavar Gests og Kristján Kristjánsson Ragga og gáfu út fjórar 78 snúninga lakkplötur með honum. SG og KK ráku á þessum tíma plötu- og hljóðfærabúðina Músikbúðin og plötuútgáfuna Tónika. Þetta var reyndar ekki langlíft dæmi hjá þeim. Raggi var fyrsta platan sem Tóníka gaf út í júlí 1954, tvö lög: Í faðmi dalsins og Í draumi með þér. KK Sextett lék undir. Við skulum hlusta á meistarann stíga sín fyrstu spor.

Ragnar Bjarnason – Í faðmi dalsins (Bjarni Gíslason)

Ragnar Bjarnason – í draumi með þér

Til hamingju með daginn Raggi Bjarna!

raggi54
(
Blaðaúrklippa frá 1954 segir frá fyrstu útgáfu Ragga. Mynd efst: Raggi í stórgóðu flippi með Sumargleðinni á síðustu öld)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: