Hnignun brandara

19 Sep

Í gamla daga voru dagblöðin full af teiknimyndasögum. Nú er þetta ekki eins gott. Halldór Baldursson er reyndar kóngurinn í Fréttablaðinu, Lóa Hjálmtýsdóttir er með vikulega snilld í Fréttatímanum, Henrý Þór er með póltískt grín í DV og einhverjir eru með grautfúlt grín í Mogganum. Mogginn í dag er líka með traust númer á síðu: Hrólf hræðilega, Ferdinand, Ást er…, Gretti, Hermann og eitthvað sem heitir Í klípu. Í Fréttablaðinu hefur brandarasíðan skroppið saman í þrjú volg: Pondus, Barnalán og Geljan.

Förum til 1976. Sigmund er á sínum stað í Mogganum á bls. 6 ásamt Ást er…
sigmund76
Bls. 40 er undirlögð af Tinna, leynilögreglustrippinu X-9, Sherlock Holmes, Ljósku, Ferdinand og Smáfólki (Peanuts). Á bls. 44 heldur þetta áfram með Cosper og grínhorninu Með morgunkaffinu.
cosper

medmorgun

Á bls. 45 er svo enn meira: Högni hrekkvísi og Sigga Vigga og tilveran eftir Gísla Ástþórsson:sigga viga

Sem sé: Heill haugur í Mogganum. Og ekki bara brandarar heldur nokkrar geirvörtur líka:
folkifr

Og hlið við hlið: ítalskt kvennafangelsisporn og ha ha með Bugs Bunny:
haha
Börnin börnin! Ætlar enginn að hugsa um börnin!?

Á þessum tíma var allt vaðandi í dagblöðum og börn og meistarar að selja þau á götum úti með köllum og hrópum og slagsmálum um bestu staðina. Dagblaðið var stútfúllt: Var með Hvutta, Flækjufót, Modesty, Fúsa, Stjána bláa, Gissur gullrass, Dick Tracy, Jóa Jóns, Mumma meinhorn, Lalla og Línu, Vesalings Emmu, (hinn íslenska) Bogga og hinn súra Adamson:

adamson
Erkiféndur Dagblaðsins á Vísi (sameining 1981) voru með karlrembugrín: Sigga sixpensara og ljóskuna Bellu, og þar að auki Rip Kirby, Tarzan, Hroll, Lísu og Láka, Andrés önd, Fredda (Fred Flintstone) og drykkjumanninn Móra.
mori

Flokksblöðin voru slöpp. Alþýðublaðið með þrjá nafnlausa brandara, Tíminn með Hvell-Geira, Kubb og Dreka, og Þjóðviljinn með Peter Simple og Klunna.

3 svör to “Hnignun brandara”

 1. Steini september 19, 2014 kl. 8:41 f.h. #

  Þó blöðin séu ekki að standa sig þá er hægt að sjá margt af þessu á hinu stóra interneti. Hér er smá huggun, Siggi sixpensari (sem heitir Andy Capp á útlensku).
  http://www.gocomics.com/andycapp

 2. Kristján Valur september 19, 2014 kl. 9:37 f.h. #

  http://www.imdb.com/title/tt0068483/

 3. Þráinn Kristinsson september 22, 2014 kl. 9:44 f.h. #

  The old have memories to keep the cold away…var sungið einhvern tíman í fyrnd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: