8 spennandi myndir á RIFF

16 Sep

vivelafrance21
Ellefta árið skellur RIFF á okkur eins og árviss innlögn á menningar og hugsana reikninginn. Þarna eru myndir utan við fábjánamyndir hversdagsins. Sama hvað ég sé margar myndir um óbilgjörn stórmenni að salla niður vonda karla þá man ég miklu betur eftir einhverri snilld sem ég sá á RIFF. Eins og þarna norsku myndinni um heróínistann sem drap sig. finnsku myndinni um ryksugusölumanninn, eða myndinni um krakkana frá Nígaragúa sem flýðu til Ameríku og dóu á leiðinni nema einn sem fór að vinna í ógeðslegu sláturhúsi í fyrirheitna landinu – ég er nú hreinlega alltaf að hugsa um þá mynd, hún var svo svakaleg (La jaula de oro e. Diego Quemada-Díez). Samt fékk hún ekki verðlaun eða neitt. Manni fannst hún kannski engin snilld rétt eftir að maður var búinn að sjá hana, en svo gróf hún um sig í heilanum á manni eins og góðkynja æxli. Það er einmitt eðli góðra Riff-mynda.

En RIFF er sem sé framundan enn eina gvöðdómlega ferðina, stendur yfir frá 25. sept til 5. okt. Þarna er mýgrútur eðalefnis, en þar sem ég er svona listagaur (listir og listar) kemur hér topp 8 listi yfir myndir sem ég vil helst ekki missa af í ár. Afhverju átta? Jú því ég ætla að fá mér 8 miða klippikort á 8.800 kr.

1. BONOBO
Bresk mynd sem byggir á lífsstíl hinna geðveikt næs Bonobo apa getur varla klikkað. Úr bæklingi: Judith er fráskilin, uppskrúfuð kona á miðjum aldri sem sýnir því engan skilning þegar dóttir hennar, Lily, hættir í laganámi og flytur inn í kommúnu utangátta hippa sem lifa eftir sömu meginreglum og bonobo apar — tegundar sem er fræg fyrir að eðla sig í stað þess að standa í illdeilum.

2. Ég get hætt þegar ég vil (SMETTO QUANDO VOGLIO)
Ítölsk um lúða í glæpum. Úr bæklingi: Atvinnulaus vísindamaður fær þá hugmynd að setja saman glæpagengi sem er engu öðru líkt. Hann fær með sér nokkra fyrrum starfsfélaga sína sem eru allir komnir á jaðar samfélagsins. Einn vinnur á bensínstöð, annar við uppvask og sá þriðji spilar póker. Þjóðhagfræði, fræðileg efnafræði, mannfræði og klassísk fræði reynast ágætur grunnur til að klifra valdastiga glæpaheimsins.

3. Agnarsmátt (Itsi bitsi)
Dönsk grínmynd. Úr bæklingi: Eik Skaløe hittir hina frjálslegu og friðelskandi Iben og fellur kylliflatur fyrir henni. Í örvæntingu sinni gerir Eik allt sem í hans valdi stendur til að næla sér í hana. Hann byrjar á því að breyta sér úr ljóðskáldi í rithöfund, flakkara, fíkil og að lokum í aðalsöngvara hinnar brátt goðsagnakenndu hljómsveitar Steppeulvene.

4. DÚFA SAT Á GREIN OG HUGLEIDDI TILVERUNA (EN DUVA SATT PÅ EN GREN OCH FUNDERADE PÅ TILLVARON)
Sænsk verðlaunamynd. Úr bæklingi: Sam og Jonathan, tveir ólánsamir sölumenn, minna á nútíma Don Kíkóta og Sancho Panza meðan þeir ferðast um og sýna okkur eins og í kviksjá örlög ólíkra persóna. Þetta er ferðalag um fögur augnablik og ómerkileg, gleðina og sorgina sem býr innra með okkur, mikillleika lífsins og viðkvæmni mannanna. Myndin vann gullna ljónið í Feneyjum fyrr í mánuðinum.

5. HÆTTULEGUR LEIKUR (A DANGEROUS GAME)
Úúú mynd um gráðuga karlpunga. Ég vona að það séu ekki mörg skot af kvikmyndagerðarmanninum á bílastæði að reyna að ná viðtali við eimhvern ríkann skítapung. Úr bæklingi: Hinn óttalausi leikstjóri Anthony Baxter eltir bandaríska milljarðamæringinn Donald Trump og aðra gráðuga og furðulega karaktera sem vilja breyta nokkrum fallegustu stöðum jarðarinnar í golfvelli og afþreyingarstaði fyrir þá ofurríku. Mómælendur reyna að standa í hárinu á peningaöflunum, en nægir það?

6. LIFI FRAKKLAND (VIVE LA FRANCE)
Íslenskur leikstjóri Helgi Felixson. Fjallar um eyju í Suður Kyrrahafi svo þetta er right öpp mæ allei. Úr bæklingi: Í LIFI FRAKKLAND kynnumst við parinu Kua og Teariki sem búa á eyjunni Tureia. Draumur þeirra um að stofna bakarí á eyjunni verður að engu þegar þeim er neitað um bankalán vegna hættu á því að Mururoa rifið sökkvi í sæ og orsaki flóðbylgju. Í þessari mynd er fjallað um afleiðingar kjarnorkutilrauna Frakka og sinnuleysi hins vestræna heims gagnvart fórnarlömbum tilraunanna er opinberað.

7. LOKAMARK (NEXT GOAL WINS)
Meira S-Kyrrahafs. Úr bæklingi: Árið 2001 tapaði Kyrrahafsþjóðin smáa Bandaríksu-Samóaeyjar fótboltaleik með 31 marki gegn engu á móti Ástralíu. Áratug eftir þetta niðurlægjandikvöld situr þjóðin enn sem fastast á botni styrkleikalista FIFA. Næsta áskorun er undankeppni HM í Brasilíu 2014 … og nú hefur liðið ráðið sér þjálfara í heimsklassa.

8. PULP: KVIKMYND UM LÍFIÐ, DAUÐANN OG STÓRMARKAÐI (PULP: A FILM ABOUT LIFE, DEATH AND SUPERMARKETS)
Pulp voru nú aldrei neitt slor. Hér er bresk mynd um þá. Úr bæklngi: Pulp snýr aftur til heimabæjarins Sheffield til að halda
síðustu tónleika sína á Bretlandseyjum. Í myndinni ausa hljómsveitarmeðlimir úr viskubrunni sínum um allt hvað varðar frægð, ást, dauðann og bílaviðgerðir. PULP er tónleikamynd engri annarri lík, stundum fyndin, hrífandi, gefandi og (stundum) ruglingsleg.

Ætli maður neyðist samt ekki til að fá sér annað klippikort því þetta er bara brot af gnægtarborðinu. Ég á t.d. alveg eftir að minnast á heiðursgestinn Mike Leigh…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: