Grjóthrúga á milljarð

15 Sep

lsr_photo_watermark_1384319404_04099bbce73121c4cc26c053d133ead6
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, vill vita hvað Friðarsúlan kostar borgina. Þá hefur hún verið að gera 6 milljóna styrk Yoko(ar) Ono(ar) til Jón Gnarrs (sem rennur ekki í hans vasa heldur til málefnis sem hann velur) tortryggilegan. Ægilega smekklegt allt saman hjá Sveinbjörgu. Hún ætti eiginlega að fá Smekkleysuverðlaunin, en eins og vitað er slefaði flokkur hennar í 10% eftir að hafa virkjað til liðs við sig mestu fábjána borgarinnar með rausi um stórhættulega útlendinga tveimur vikum fyrir síðustu kosningar.

Nú vil ég, í anda Sveinbjargar, fá að vita hvað útilistaverk Sigurðar Guðmundssonar, Ástarbrautarbletturinn, kostaði borgina og hverjir samþykktu þá upphæð. Sigurður, sem getur mjög oft verið frábær listamaður, vann einhverja samkeppni með þessu verki sem er beisiklí pússuð grjóthrúga sem liggur innan um venjulega grjótið við Sæbraut þar sem Snorrabraut endar. Mér hefur alltaf þótt þetta slappt verk og óáhugavert, þótt eflaust sé djúp meining á bakvið það. Það tekur enginn eftir þessu (sem gæti verið hluti af meiningunni), nema kannski maður sé á báti, og svo heyrði ég einhvern tímann að verkið hafi kostað samtals um milljarð krónur. Það kostaði auðvitað sitt að láta her Kínverja pússa grjótið og svo annað eins að flytja öll þessi tonn til Íslands. Geðveik eyðsla á almannafé, finnst mér.

Getur nú ekki einhver flett þessu upp fyrir mig? Ég reyndi sjálfur að gúggla en ekkert gekk. Kostaði grjóthrúgan sem enginn tekur eftir virkilega 1.000.000.000 krónur?

12 svör to “Grjóthrúga á milljarð”

 1. Yngvi Högnason september 15, 2014 kl. 9:41 f.h. #

  Skánar einn kjánagangur með því að benda á annan?

  • drgunni september 15, 2014 kl. 10:22 f.h. #

   Nei enda er Friðarsúlan ekki kjánagangur.

 2. ingijensson september 15, 2014 kl. 10:22 f.h. #

  Man ekki betur

 3. ingijensson september 15, 2014 kl. 10:23 f.h. #

  Man ekki betur en þessir steinar hafi líka verið sendir til Kína í pússun…

  • drgunni september 15, 2014 kl. 10:25 f.h. #

   Þeir voru sendir til Kína í pússun, eða að þetta eru kínverskir steinar. Þetta kom fram í þætti um listamanninn.

   • Ívar Valgarðsson september 15, 2014 kl. 12:44 e.h. #

    Að mínu viti er þetta verk Sigurðar eitt best heppnaða útilistaverk borgarinnar. Reyndar þegar ég á leið þarna hjá, sé ég iðulega fólk sitja einmitt á þessum steinum, af einhverjum ástæðum!

 4. Dagur Gunnarsson september 15, 2014 kl. 6:11 e.h. #

  Algjörlega frábært verk. Þessir slípuðu steinar höfða sterklega til mín. Ég er sannarlega sammála Ívari þetta er eitt best heppnaða útilistaverk borgarinnar. Skemmtilega lúmskt umhverfislistaverk sem gleður í hvert sinn sem maður á leið hjá.

 5. Kristinn J september 15, 2014 kl. 11:07 e.h. #

  Ofsa einfalt: Bara gera fyrirspurn til borgararinnar. Þeir verða að upplysa hvað verkið kostaði frá upphafi til enda..

 6. Rakel Steinarsdóttir september 16, 2014 kl. 10:34 f.h. #

  Á göngu minni á stígnum meðfram umræddu listaverkin Sigurðar við Sæbrautina hef ég margsinnis tekið eftir fólki sem annað hvort strýkur steinana eða leggst uppá þá og jafnvel gengur yfir þá. Það er því ekki rétt hjá þér Gunnar að þeir sem leggja leið sína gangandi, jafnvel keyrandi meðfram Sæbrautinni taki ekki eftir listaverkinu.

 7. Balzac september 16, 2014 kl. 10:42 f.h. #

  Skemmtilega lúmskt? Eða leiðinlega lúmskt? Engan þekki ég sem hefur nokkurn tíma séð það.

 8. Gústaf Hannibal september 16, 2014 kl. 11:42 f.h. #

  Tek undir með þeim sem finnst verkið vel heppnað.

  Mig minnir að það hafi kostað hundrað milljónir. Enda afhjúpað 2002.

  Hét á endanum Fjöruverk.

 9. Jónas H september 19, 2014 kl. 2:18 e.h. #

  12. maí 2002 | Menningarlíf | 288 orð
  Fjöruverk eftir Sigurð Guðmundsson afhjúpað
  NÝTT útilistaverk, Fjöruverk, eftir Sigurð Guðmundsson, verður afhjúpað við Sæbraut skammt fyrir neðan gatnamót Sæbrautar og Snorrabrautar í dag, sunnudag, kl. 13.
  NÝTT útilistaverk, Fjöruverk, eftir Sigurð Guðmundsson, verður afhjúpað við Sæbraut skammt fyrir neðan gatnamót Sæbrautar og Snorrabrautar í dag, sunnudag, kl. 13. Verkið var pantað af menningarmálanefnd Reykjavíkur og er afhjúpunin á dagskrá Listahátíðar. Listamaðurinn og Guðrún Jónsdóttir formaður menningarmálanefndar afhjúpa verkið.
  Í tilefni aldamótanna efndi menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar til opinnar hugmyndasamkeppni um gerð útilistaverks í Reykjavík. Alls bárust dómnefnd 147 tillögur og varð tillaga Sigurðar Guðmundssonar hlutskörpust.

  Dómnefndin taldi verkið mjög sérstætt listaverk, lifandi og frumlegt og falla vel að uppbyggingu strandlengjunnar sem er hin nýja ásýnd Reykjavíkur. Sigurður Guðmundsson nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem myndlistarmaður. Verk hans voru m.a. valin til sýningar er Pompidou-listamiðstöðin í París var opnuð 1977 og hefur hann sýnt tvisvar á Feneyjatvíæringnum. Verk Sigurðar eru í eigu allra helstu safna í Evrópu og hefur hann hlotið margar viðurkenningar á listferli sínum. Hann hlaut Prins Eugen orðuna í Stokkhólmi 1985, DAAD styrk í Berlín 1987-88, Henrik-Steffens-Preis í Hamborg 1989 og A. Roland Holst, hollensku skáldaverðlaunin árið 2000. Þá var skáldsaga Sigurðar, Ósýnilega konan, tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2000.

  Sigurður er með heimili og vinnustofur í Hollandi, Íslandi, Svíþjóð og á síðustu árum í hafnarborginni Xiamen í Suður-Kína þar sem hann hefur unnið að listsköpun sinni, myndlist og ritstörfum. Fjöruverk Sigurðar er úr granítsteinum er fluttir voru frá námum í Svíþjóð til vinnustofu Sigurðar í Kína, þar sem þeir voru handslípaðir áður en þeir yrðu ferðbúnir til að setjast endanlega að hér í brimgarðinum við norðurströnd Reykjavíkur í svonefndri Rauðarárvík.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: