Sögufrægur söluturn lokar

11 Sep

10628317_10152688554033390_7731760796492770121_n
Mér brá heldur betur í brún þegar ég ætlaði að kaupa mér kók í gleri í hinum sögufræga söluturni  úti á Kópavogsbraut. Þar er búið að loka og læsa og taka niður allt þótt Atlantsolía sé enn með sjálfssölu þarna. Eins og sést á myndinni hér að ofan, sem var tekin um 1960, er söluturninn glæsileg bygging sem vonandi verður eitthvað gert með. Þetta gæti verið tónleikastaður (Jazzklúbbur Kópavogs með vikuleg gigg), pöbb (Pöbbkó) eða hamborgarabúlla – Tommi Tomm hefur nú þegar gert góða hluti við álíka töff húsnæði. Plís, bara allt annað en að láta þetta drabbast niður og skemmast.

Eitt svar to “Sögufrægur söluturn lokar”

  1. Birna M september 11, 2014 kl. 7:52 e.h. #

    Ég ólst upp í vesturbænum og þetta var sjoppan mín. Svo var krukkað eitthvað í hana og hún missti sjarmann sinn. Ætli nú sé ekki bara endanlega búið að eyðileggja hana. Eg sakna mikið upphaflegu innréttinganna, þær voru svo sjarmerandi og ímyndaðu þér hvað þætti flott í dag ef þeim hefði verið haldið við.

Færðu inn athugasemd