Amsterdam er æði

9 Sep

2014-09-07 17.56.10
Ég hafði nú bara tvisvar áður komið til Amsterdam, á Interrail 1983 og 1985. Í fyrri ferðinni hafði ég eytt öllum peningunum í plötur svo í heila viku hafði ég ekki efni á örðum mat en einni pylsu á dag úr svona sjálfssala. Það gladdi mig að sjá að þessir sjálfssalar eru enn við lýði í þessari æðislegu borg.
2014-09-08 09.40.12
Holland er ábyggilega með best heppnuðustu löndum heims. Þeir senda skárstu lögin í Eurovision, allt er afskaplega chillað í borginni og þeir eru frjálslyndir og no bullshittaðir á því (hér er enn verið að rífast yfir því hvort megi selja léttvín í búðum – dæs). Þarna eru allir á hjóli og maður þarf að passa sig miklu meira á hjólum en bílum. Samtals sá ég tvo með hjálm en aðra hjálmlausa, m.a. kornabörn. Herdís Storegaard myndi missa vitið að vera þarna.

Þetta var bísna beisik ferð, labb og sötr, síkjasigling, en engin nenna í söfn eða túristadrasl. Við reyndum að vera meira þar sem var ekki allt vaðandi í túristum (borgin sem telur milljón fær víst 10 milljón túrista á ári). Í rauða hverfinu og þar um kring var svínslega mikið af fullum Bretum í steggja eða svallferðum og fullir Bretar eru verstu ferðamenn í heimi, nokkru aftar en myndavélaðir Kínverjar í hóp, sem er næst versti túristahópurinn.

Búið var að undirbúa kvöldverð og panta á matsölustöðum. Fyrst varða Sama Sebo, indónesískur staðar, Þar átum við „Rijssttafel“, gott bland af allskonar fínirrí. Næst varða Garlic Queen, staður sem hefur hvítlaukinn í öndvegi. Heill hvítlaukur í forrétt, hvítlaukslegnir lambaskankar í aðal, og hvítlauksís í eftirrétt. Allt frábærlega gott, en smá fylgifiskur að allir ráku gríðarlega mikið við eftur þessa máltíð og langt fram á næsta dag. Það er því áríðandi að fara ekki þarna daginn fyrir flug.

2014-09-07 21.13.07
Þriðja kvöldið tók steininn úr í æðislegheitum þegar við fórum á arabíska staðinn Nomads, sem við höfðum lesið um í Man blaðinu. Hér að ofan er mynd af forréttunum en við vorum auðvitað of æst til að taka mynd af aðalréttunum eða eftirréttunum en þetta var allt algjörlega geðveikt. Ekki er maturinn bara æði á þessum stað heldur aðstaðan og lúkkið. Við lágum og sátum í risastórum sófa og gátum hvílt okkur á milli. Það hefur löngum verið mitt markmið að borða á stað sem má leggja sig á. Svo kom magadansmær og hrissti sig fyrir gesti, hægt var að fá axlarnudd og svo kláruðum við dæmið með ilmandi góðri jarðarberja-vatnspípu. Stórfenglegur staður!

Það er svo sem ágætt að koma heim í ruglið, skítaveðrið og hjakkið, en ég hefði samt alveg verið til í að vera aðeins lengur í Amsterdam. Það líður allavega ekki svona langur tími þar til ég fer þarna næst.

2 svör til “Amsterdam er æði”

  1. Óskar P. Einarsson september 9, 2014 kl. 9:14 f.h. #

    Arabarnir kunna þetta alveg 100%, mikið rosalega vantar svona almennilega arabastaði hér á Ísl. (og gríska!).

  2. Guðný Ármannsdóttir september 9, 2014 kl. 12:06 e.h. #

    Það eru spennandi söfn í Amsterdam, Þau er upplagt að skoða ef maður á leið að vetri til, þá eru bara örfáir og engar biðraðir svo tíminn nýtist betur. Ég hef gaman af að skoða söfn en nenni engan veginn að eyða fríunum mínum í biðraðir svo ég fer lítið á söfn ef ég ferðast á túristatíma, nýt bara útiverunnar í staðinn. Og í borg eins og Amsterdam er endalaust eitthvað að sjá bæði utan og innandyra. Ég hélt að Amsterdam væri lítið spennandi borg en kolféll alveg fyrir fyrir henni

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: