Bestu böndin á Airwaves

3 Sep

LA_FEMME_GROUPE-pic3_JIR_414152_0
Þá er búið að tilkynna öll böndin sem spila á Airwaves, 5-9. nóvember. Að vanda er þetta magnaður grautur, spriklandi og ilmandi af því nýjasta í heimi heðbundinnar og óhefðbundinnar dægurtónlistar. Það er auðvitað hægt að mæta bara og láta stöffið leika um sig án alls undirbúnings, láta koma sér á óvart og hrífast með. Svo er líka hægt að kynna sér stöffið, t.d. á Spotify playlistanum sem er á heimasíðunni. Miðar eru ennþá til, það kostar 18.500 kall á allt gúmmilaðið.

Hér eru 10 bestu erlendu böndin á Airwaves í ár, skv. smekk mínum akkúrat hér og nú.

Caribou – (aka Dan Snaith), kanadískur tónlistarmaður sem er um þessar mundir að gefa út nýja plötu, Our Love. Hann hefur sýnt frábæra takta á fyrri plötum og er alltaf að breyta um stíl. Hér er Sandy af plötunni Andorra frá 2007 þegar hann var í barrokksýrupoppi, en hann er orðinn meira dansaður á því í dag.

The Flaming Lips – eitt besta læfband í heimi og með feitan katalók af góðu efni. Verða ný búnir að gefa út kóverplötu af Sgt. Peppers þegar þeir koma hingað sem Miley Cyrus syngur á. Spurning hvort hún komi með? Miley og Lips flytja Lucy in the sky with diamonds.

Black Bananas – Jennifer Herrema sem var í Royal Trux í poppslísí tríói. Powder 8 hér.

Ezra Furman – bandarískur indie-poppari sem kann þetta. Flytur My Zero hér.

Future Islands – poppband frá Baltimore. Söngvarinn er grúvkempa sem varð víral fyrir danssporin sín í Letterman. Frábær!

The Knife – sænskt systkina-eðalefni. Ætla að hætta að koma fram eftir giggið hér. Hafa þróast úr aðgengilegu poppi í fræstara popp. Hér er töff spítalavideó.

Unknown Mortal Orchestra – sækadelískt sálarpopp eða eitthvað. So Good At Being In Trouble er eitt flottasta lag ársins.

The War on Drugs – bandið sem Kurt Vile var einu sinni í. Eiga eina af plötum ársins, Lost in the dream. Hér er hörkuslagarinn Red Eyes.

La Femme – franskt retro new wave með söngkonu. Psycho Tropical Berlin er fyrsta platan. Í þessu lagi kemur orðið múlinex fyrir svo öllum skilyrðum er fullnægt.

John Wizards – band frá Suður Afríku. Afríkuindí með þýðum söng – þetta lag er svaka næs.

Þessu til viðbótar eru 57 önnur erlend atriði og auðvitað heill hellingur af spennandi heimaefni. Dagskráin er hér.

(Myndin er af La Femme sem er eitt bestklædda bandið á Airwaves í ár).

4 svör til “Bestu böndin á Airwaves”

 1. Óskar P. Einarsson september 3, 2014 kl. 8:31 f.h. #

  Ekki má gleyma Perfect Pussy, mesta pönk sem mætt hefur á klakann í ár, ef ekki áratugi. Giggin þeirra hafa hingað til staðið í ca. korter en þvílík orka og geðveiki… Hér eru þau að kovera Sjúgarkjúbs:

  http://www.stereogum.com/1699816/perfect-pussy-leash-called-love-sugarcubes-cover/mp3s/

 2. drgunni september 3, 2014 kl. 11:09 f.h. #

  Öss maður þarf greinilega að mæta með eyrnatappana á PP.

 3. Óskar P. Einarsson september 3, 2014 kl. 1:09 e.h. #

  Vill svo skemmtilega til að ég á enn tappana sem ég ætlaði að nota á Swans í sumar…á PP þarf maður meiri „protective gear“ en bara e-a eyrnatappa, sko.

 4. Kristinn Pálsson nóvember 4, 2014 kl. 7:31 e.h. #

  Já, ég er sérlega spenntur fyrir Black Bananas og reyndar líka índíkvennarokkbandinu La Luz. Svo er þarna hreint stórkostlega og broddmikla hljómsveitin Phox, sem er bara með því besta sem maður hefur heyrt í langan tíma. Spái því hér með að hún verði mikið eftirlæti umheimsins áður en langt um líður.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: