Hvers vegna þessi heift?

29 Ágú

Nú þekki ég Reyni Traustason sem fínan náunga, fagmann, gönguhrólf og hattareiganda. Og kannast við Bjössa í World Class sem ásamt konu sinni rekur geðveikt næs dæmi út um allan bæ sem ég hef verið í áskrift hjá árum saman (eins og sést, ho ho). Veit ekkert um hann annað en að verkin tala og að hann fór geist í góðærinu og eitthvað þannig. Ég skil ekki afhverju þessi gríðarlega heift er á milli þeirra.

Reynir er sex árum eldri en Björn en þeir bjuggu skáhallt á móti hvorum öðrum á Flateyri af öllum stöðum. Einhverja skýringu hlýtur þetta opinbera hatur mannanna á hvor öðrum að eiga sér í fortíðinni. Slagsmál á böllum? Einelti? Hvað? Það er náttúrlega dæmi um algjöran ræfildóm íslenskra fjölmiðla að enginn hafi skýrt þetta út yrir manni. 

Annars skil ég ekki hvaða dauðahaldi menn halda í einhver pappírsblöð út um allan bæ. Þetta er fortíðin. Það er eins og menn séu að grenja út af einhverjum ritvélaborðafyrirtækjum. Svo er lítið mál að stofna nýjan fjölmiðil.

7 svör to “Hvers vegna þessi heift?”

 1. Sigfús ágúst 29, 2014 kl. 8:38 e.h. #

  Gleymir einni hugsanlegri, mikilvægri, ástæðu: Kellingar…..:)

 2. Jón Einarsson ágúst 30, 2014 kl. 9:51 f.h. #

  Björn Leifsson stundaði kennitöluflakk hann greiddi um 3% af raunvirði eigna og skildi skuldirnar eftir, náði svo síðar samkomulagi við bankann (hvað með aðra kröfuhafa sem voru sviðnir). Þessu má auðvitað ekki segja frá þá eru menn mannorðsmorðingjar, segir þjófurinn Björn Leifsson. Það er reyndar alveg ömurlegt að fólk skuli beina viðskiptum sínum til svona fyrirtækja og það alveg skammlaust.

  • drgunni ágúst 30, 2014 kl. 11:02 f.h. #

   Jamm. Kannski væri í lagi að koma þá upp staðfestum lista yfir svika- og svíðingafyrirtæki sem ber að sniðganga.

   • Halldór ágúst 31, 2014 kl. 11:23 f.h. #

    Það væri ágæt hugmynd og svo ætti að líma miða við innganga fyritækjanna þar sem þetta er útlistað. Þá getur maður snúið við í dyrunum. Réttlætið næst ekki við aðgerðir lögfræðinga og dómstóla eins og dæmin sanna. En úr því að staðan er eins og hún er þá verðum við að byggja á því sem er vitað.

    Ergó: Það er siðlaust að skipta við World Class.

 3. jón Árnason ágúst 30, 2014 kl. 1:44 e.h. #

  það væri sennilega einfaldara að gera lista um fyrirtæki sem ætti ekki að sniðganga

  • drgunni ágúst 30, 2014 kl. 5:49 e.h. #

   Ha ha, já eða það…

 4. Þráinn Kristinsson september 4, 2014 kl. 12:13 e.h. #

  Hér er fréttaskýring ársins: Mr. WC er í málaferlum við DV vegna þess að hann telur að hann hafi í blaðinu verið vændur um hluti sem hann er saklaus af. Mr. WC er fullur af hatri og reiði og reynir að nota peninga sem hann hefur sölsað undir sig frá því hann var tæknilega gjaldþrota fyrir nokkrum árum til að komast yfir hlutabréf í DV til að geta rekið mr. RT og komið í veg fyrir að DV skrifi nokkuð annað um WC og mr. WC en hvaða tónleika hann og hans hyski sækja og hvað bíla þau kaupi og slíkt innantómt kjaftæði…

  Mr. RT er skítsama þótt einhverjar staðreyndir hafi skolast til í fréttum af mr. WC því hann telur mr. WC hvort sem er vera útrásar og afskriftarróna sem eigi að halda kjafti. Ekkert hatur þar held ég…en líklega köld fyrirlitning og háðslegt glott.

  Nú þegar mr. WC hefur verið ýtt út úr yfirtökutilrauninni á DV held ég að margir hlæi af mr. WC og þessu brölti hans gegn DV.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: