Synthadelia netútgáfa

24 Ágú

167858_174509229256963_4249451_n
Synthadelia netútgáfa pumpar út stöffinu. Meðal nýjustu útgáfnanna er endurútgáfa af Inferno 5 plötunni Angeli Daemoniaque Omnigena Imbecilli Sunt, sem Skífan gaf upphaflega út 1996 og 30-laga Sjálfsfróunar platan Rise 2B Free + Extra, sem er hrátt pönkefni frá 1990. 

„VIð vorum tveir sem stofnuðum útgáfuna í byrjun árs 2011 með að gefa út okkar eigið stöff rafrænt – VIlmar Pedersen og Jón Schow og svo hefur kærastan mín hún Olga Jenný Gunnarsdóttir bæst við,“ segir Vilmar. „Við höfum sérhæft okkur í rafrænni útgáfu en útilokum ekki önnur form eins og vinyl en það er þá við sérstök tilefni. Við byrjuðum á að gefa eingöngu út raftónlist en í dag gefum við flestar tegundir en lítið pop. Við erum óháð og sjálfstæð og við reynum að gera allt sjálf (DIY) og viðhalda grænum viðhorfum í útgáfu.“

Þarna má líka finna efni með Bodies, Lokbrá, Rúnari Þórssyni (Grafík), Indigó og mörgum öðrum. Tékkaðu endilega á Synthadelia á http://synthadeliarecords.bandcamp.com/ Þar má hlusta á allar plöturnar og borga eitthvað smotterí viljirðu eiga efnið á mp3.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: