OZ-ICE E.P.

20 Ágú

Á árum áður (fyrir internet) var þétt net tónlistaráhugamanna starfandi og naut póstþjónustunar. Ég datt inn í þetta upp úr 1980 og stóð í stórfeldum bréfaskriftum og músík-skiptum við fólk út um allan heim. Enginn vissi neitt um Ísland fyrir Sykurmolanna en svo varð hipp og kúl-mettun landsins sífellt meiri. Einn af pennavinum mínum var svo áhugasamur að hann ákvað að gefa út plötu. Hann var líka mikill Ástralíu-fíkill (eins og ég reyndar) svo niðurstaðan var 4-laga 12″ platan Oz-Ice þar sem Bless og Daisy Hill (áður Puppy Farm einnig) voru fulltrúar Íslands og 2 bönd fulltrúar Ástralíu. Eitthvað stóð platan á sér svo hún kom ekki út fyrr en 1993. Bless hafði tekið upp sitt lag 1991. Þetta var seinasta útgáfa bandsins, ég var kominn á bassa, Pétur Heiðar Þórðarson spilaði á gítar og Logi Guðmundsson var á trommur. Mér heyrist ég þó spila á gítar í þessari upptöku af laginu Sukk og svín. Tekið upp í Gný minnir mig. Bara þetta eina lag. Í öðru sessjóni tók svo sama læn-upp upp lagið „Heimavistin helvíti“ sem kom á Skífu-safnplötunni „Úr ýmsum áttum“, sem þótti nokkuð nýjabrum, sérstaklega þar sem „útgáfu-risinn“ borgaði fyrir upptökuna.

En allavega. Þessi tólftomma kom varla út. Ég fékk send örfá eintök og svo veit ég ekki meir. Varla hafa verið gerð fleiri en svona 500 stk. Ég er búinn að smella plötunni á stafrænt form, svo gjössovel bara…

Oz-Ice ep

1. BLESS – SUCK AND SWINE

2. DAISY HILL – RIVER PHOENIX

3. THE CRUSOES – CLOSER

4. PORCELAIN BUS – I’M NOT INSANE

Oz-ice ep2

linernotes
Skilaboð útgefanda, sem var Simon Proudman, minnir mig. En svo var annar pennavinur, Charlie Wertheim, sem kom eitthvað nálægt þessu líka.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: